Einkunnarorð Magna Tiles eru stærðfræði – vísindi – sköpun. Um er að ræða stórsniðuga segulmagnaða flata kubba sem hægt er að setja saman á óendanlega marga vegu.
Kubbarnir eru með gegnsæjar hliðar í sterkum litum og seglarnir eru sterkir þannig að þeir standa uppi á eigin spýtur. Kubbarnir byggjast upp á stærðfræðiformum sem gaman er að prófa sig áfram með. Þeir eru auðveldir í notkun og hægt er að byggja og skapa stóra, trausta og áhugaverða hluti. Magna Tiles eru byggðir til að endast í mörg ár.
Leikur sem virkjar hæfileika
Magna Tiles hefur ótrúleg áhrif á rýmisgreind barna og hjálpar þeim að þróa með sér hæfileika í raunvísindum og stærðfræði. Það besta við Magna Tiles er að þetta gerist allt í leik. Seglakubbarnir hafa notið gífurlegra vinsælda meðal barna á öllum aldri. Að sögn bæði foreldra og leikskólakennara geta börn setið tímunum saman við að stafla, raða, telja og smella saman sköpun sinni.
Magna Tiles Qubix
Einnig fæst Magna Tiles Qubix. Hér er um að ræða ferhyrnda – þríhyrnda – sexhyrnda kubba. Þessir kubbar eru stórskemmtileg viðbót við Magna Tiles kubbana og er hægt að kubba þeim á Magna Tiles plöturnar.
Magna Tiles og Magna Tiles Qubix fást hjá ABC Skólavörur,
Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Nánari upplýsingar má nálgast á abcskolavorur.is
Sími: 588-0077
Netfang: abcskolavorur@abcskolavorur.is