fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

„Það kemur enginn betri út af Hólmsheiðinni“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 23:00

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það sé verið að gera þeim einhvern greiða í dómskerfinu, þær fara seinna inn og hafa því lengri tíma að skemma sig,“segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu og vísar þar í bágu stöðu kvenkyns fanga á Íslandi.

Þetta kemur  fram í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut þar sem rætt er við Guðmund Inga og Þráinn Farestveit,framkvæmdastjóra Verndar um háa endurkomutíðni í fangelsi hér á landi.

„Staðan hjá konunum er verri en karlanna eða sambærileg verstu tilvikunum á meðal þeirra,“ segir Þráinn í þættinum og nefnir sem dæmi að aðeins rúmlega 30 prósent kvenna sem koma á Vernd nái að uppfylla þau skilyrði sem sett eru. Staða þeirra er verri eða sambærileg þeim verstu þegar við tölum um þá karla sem eru í slæmri stöðu í fangelsum.“

Líkir Hólmsheiði við stórslys

„Þær eru mun veikari þegar þær koma í afplánun. Þær koma veikari inn í fyrsta skipti,“ segir Guðmundur Ingi um konurnar sem dvelja í íslenskum fangelsum. „Þær koma í verra ástandi í afplánun, og svo þegar þær eru svo loksins komnar inn þá eru þær að koma inn oftar og oftar.“

Guðmundur Ingi bendir jafnframt á að nýja fangelsið á Hólmsheiði sé síst til þess fallið að draga úr endurkomum í fangelsi hér á landi, þó svo að aðstaðan sé að mörgu leyti betri en annars staðar.

„Persónulega held að þetta sé eitt mesta slys sem hefur orðið, þetta er illa hannað og undirmannað. Það er ekki hægt að reka þetta, það er bara ekki til peningur fyrir því Það er engin skólaaðstaða fyrir verknám, erfiðar vinnuaðstæður, þetta er ofboðslega stofnanalegt allt þarna. Þú getur ímyndað þér að þú sért í blokk að bíða eftir lyftu, allur dagurinn er þannig. Þetta er í rauninni hræðilegt fangelsi, þó að aðstaðan sé mjög fín,“ segir Guðmundur Ingi og bætir við að aðstaðan skipti minna máli en innihald fangavistar.

„Það kemur enginn betri út af Hólmsheiðinni, ég get alveg sagt það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi