fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Kolbrún segir háan lögfræðikostnað Félagsbústaða „skjóta skökku“ við: „Stjórnarformaðurinn er lögfræðingur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarlögfræðikostnaður Félagsbústaða frá 1. janúar 2013 til 30. september 2018, nemur rúmum 111 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Árnadóttur, starfandi framkvæmdastjóra Félagsbústaða, við spurningum Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um lögfræðikostnað Félagsbústaða vegna innheimtumála, útburðarmála, ráðgjafar, skuldabréfaútboðs og annarra samninga á tímabilinu.

Lögfræðiþjónustan var keypt af átta lögfræðistofum, en Kolbrún kallaði í dag eftir sundurliðun á fjárhæðinni, þar sem henni þykir skjóta skökku við að fyrirtækið leiti sér lögfræðiaðstoðar í svo miklum mæli, ekki síst þegar stjórnarformaðurinn sé sjálfur lögfræðingur, en Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Félagsbústaða, er einn af eigendum LMB Mandat lögfræðistofu:

„Þetta er mikill lögfræðikostnaður sem hér um ræðir. Dæmi eru um að fólk hafi kvartað yfir því  að „lögfræðingum hafi verið sigað“ á það af Félagsbústöðum þegar verið er að kvarta t.d. yfir myglu eða öðrum málum sem það telur sig ekki hafa fengið svör við eða sanngjarna afgreiðslu á. Eftirtektarvert er að hluti af þessum kostnaði fer í ráðgjöf. Af hverju þurfa Félagsbústaðir að leita sér lögfræðiráðgjafar ? Stjórnarformaðurinn er lögfræðingur sem dæmi. Það skýtur því skökku við að verið sé að leita lögfræðings utan fyrirtækisins til að fá slíka ráðgjöf. Lögfræðikostnaður er einnig í útburðarmálum. Útburður á fólki hjá Félagsbústöðum sem er fyrirtæki í eigu borgarinnar er afar dapur svo vægt sé tekið til orða. Hér er um fólk sem hefur engin bjargráð og ætti Félagsbústaðir frekar að leita leiða til að leysa vanda fólk en að kosta lögfræðinga í mál af þessu tagi. Flokkur fólksins mun óska eftir sundurliðun á þessari tölu.“

segir í bókun Kolbrúnar.

Kolbrún lagði fram tillögu á borgarráðsfundi í dag, þar sem hún spurði hversu stór hluti upphæðarinnar hafi farið í ráðgjöf, til hvaða lögfræðistofa var leitað og hvernig kostnaðurinn dreifðist á þær.

Krefst afsagnar Haraldar

Kolbrún krafðist afsagnar Haraldar Flosa nýverið, vegna framúrkeyrslu Félagsbústaða við endurgerð 53 íbúða við Írabakka, á fundi sem Haraldur sat með fulltrúum minnihlutans. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði af sér vegna framúrkeyrslunar, sem nam 330 milljónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk