fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Strippbúlluhneyksli eða var Íslendingur fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Árið 2009 kom um hneyskli í kringum KSÍ þegar kort knattspyrnusambandsins hafði verið notað á nektarbúllu í Sviss. Atvikið kom upp árið 2005 en ekkert fréttist af málinu fyrr en árið 2009.

Pálmi Jónsson, fjármálastjóri sambandsins kvaðst hafa verið rændur en aldrei fékkst staðfest um að fleiri starfsmenn KSÍ hefðu verið með í för þetta örlagaríka kvöld, þó sögur um slíkt heyrist enn í dag.

Geir Þorsteinsson sem var formaður KSÍ á þessum tíma studdi Pálma og rak hann ekki úr starfi, þrátt fyrir pressu um slíkt. Pálmi borgaði brúsann en hann kvaðst hafa verið rændur.

„Ég er algjörlega saklaus, það er alveg á hreinu. Af minni hálfu fóru þessi viðskipti ekki fram heldur var kortið misnotað. Ég hef ekki verið að stunda svona staði, þekki ekkert hvað þar fer fram og drekk ekki einu sinni kampavín,“ sagði Pálmi Jónsson, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ.

Pálmi glataði 3,2 milljónum króna, á þáverandi gengi, af kreditkorti sínu og KSÍ á súlustaðnum Rauðu myllunni, Moulin Rouge, í Zürich í Sviss árið 2005. Eftir að málið komst upp var upphæðin reiknuð á þáverandi gengi nemur upphæðin nærri 8 milljónum. Það hefur verið staðfest að Pálmi heimsótti staðinn en hann fullyrðir að milljónirnar hafi verið teknar af kortunum í leyfisleysi.

Eftir að kortanotkunin kom í ljós lýsti Pálmi strax yfir sakleysi sínu og bauð KSÍ til að borga brúsann. Í kjölfarið höfðaði hann mál úti í Sviss og krafðist endurgreiðslu þeirra 3,2 milljóna króna sem rukkað var um. Af þeim voru 1,5 milljónir bakfærðar en eftirstöðvarnar, tæpar tvær milljónir, þarf Pálmi að greiða.

Góður drengur
Fjármálastjórinn og KSÍ segja hann hafa verið fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi þar sem 3,5 milljónir voru teknar af kortum hans í leyfisleysi. Svissneskur fjölmiðill lýsir málinu þó þannig að fjármálastjórinn hafa spreðað í hverja rándýra kampavínsflöskuna á fætur annarri í fylgd þriggja rússneskra stúlkna, sem nafngreindar voru sem Eva, Lora og Carmen í fréttinni.

Þau eru sögð hafa heimsótt fjölmarga næturklúbba í Zurich umrætt kvöld. Í morgunsárið hafi þau endað á staðnum Moulin Rouge þar sem Pálmi er sagður hafa slegið um sig og pantað kampavín í massavís.

Geir Þorsteinsson, þá formaður KSÍ, studdi fjármálastjóra sinn heils hugar og gaf lítið fyrir fullyrðingar Femínistafélagsins á þeim tíma. „Við höfum gefið út stuðningsyfirlýsingu og það hefur ekkert breyst. Við tókum strax ákvörðun um að styðja hann enda býður sambandið ekki fjárhagslegan skaða. Þetta er mjög góður maður og gott hjá honum að hafa leitað réttar síns úti, það hefðu ekki allir gert. Við trúum engu öðru en hans frásögn enda hef ég þekkt hann langt aftur og hefur hann spilað fótbolta
allt sitt líf,“
sagði Geir. Á svissneska fréttavefnum 20 Minuten

Erfitt fyrir fjölskylduna
Pálmi segir alveg ljóst að þær nótur sem hann þurfi að greiða hafi verið með falsaðri undirskrift sinni. Hann segist lítið vera fyrir fjölmiðlaathygli og því sé afar leiðinlegt að í þau fáu skipti sem hann komi fram sé það á neikvæðum nótum. „Þetta er bara eitthvað krot á miðunum, ekki líkt minni undirskrift. Það var verið að reyna að falsa mína undirskrift en þetta var ekki líkt henni. Ég ætla ekki að gera neitt meira í málinu. Ég var mjög ánægður að eitthvað af þessu var endurgreitt en bjóst aldrei við að fá allt. Ég er hættur að pæla í þessu máli, ég tapaði því miður bara þessum peningum og við það situr, sagði Pálmi.

„Þessi umræða er bara asnaleg. Mér finnst umræðan í minn garð hafa verið ósanngjörn og hörð en ég er ekkert að væla yfir því. Vitandi það að ég er saklaus er ég mjög rólegur yfir þessu. Ég reyni að láta þetta ekki trufla mig en auðvitað gerir það það samt. Það er alltaf slæmt að verða fyrir svona slæmu umtali. Auðvitað hefur þetta líka tekið á konuna mína og börnin, þau eru að sjálfsögðu leið að
fá svona árásir á pabba.“

„Hann var í fylgd með einum manni til miðnættis, en eftir það var hann einn á ferð,“ sagði svissneski blaðamaðurinn Attilla Szenogrady þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Szenogrady var viðstaddur þegar kveðinn var upp dómur í Zürich í máli Pálma Jónssonar gegn framkvæmdastjóra nektarstaðarins Moulin Rouge í Zürich.

Þessi tímavél birtist árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt fallegasta aukaspyrnumark seinni ára hjá Alvarez á Spáni um helgina

Eitt fallegasta aukaspyrnumark seinni ára hjá Alvarez á Spáni um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist