fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Burðardýr frá Spáni faldi kókaínið í skónum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt spænskan ríkisborgara í tóf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning.

Maðurinn, Antonio Lopez Ojeda, var gómaður á Keflavíkurflugvelli þann 26. ágúst síðastliðinn. Við leit á honum fundust rúm 830 grömm af kókaíni sem hann hafði falið í skónum sínum. Antonio var að koma til Íslands frá Madrid á Spáni.

Fyrir dómi játaði hann brot sitt en sagðist þó ekki vera eigandi efnanna. Hann hafi tekið að sér að flytja þau til Íslands gegn þóknun.

„Eru ekki efni til að draga frásögn hans í efa og verður til þess litið við ákvörðun refsingar hans. Jafnframt ber að taka tillit til þess að ákærði var allt frá fyrstu tíð samvinnufús við rannsókn lögreglu og greindi hann skilmerkilega frá atvikum. Fyrir dómi játaði hann og skýlaust sök. Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærði stóð að innflutningi mikils magns fíkniefna,“ segir í dómi héraðsdóms.

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tólf mánaða fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald frá 26. ágúst. Þá var honum gert að greiða tæplega eina milljón króna í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands