fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Gunnur hræðist þróun samfélagsins: „Fylltar varir, stærri brjóst, lítið mitti – Gerðu þetta og þá ertu flott“

Mæður.com
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hélt alltaf og vonaði að ég yrði bara strákamamma því í sannleika sagt þá hræddist ég það að eignast stelpu. Sem svo gerðist, ég eignaðist litla fullkomna stelpu og hræðslan svoleiðis rann yfir mig.

Dóttir Gunnar

Samfélagið sem við búum í er svo svakalega óheilbrigt, líka fyrir strákana okkar en það er efni í aðra færslu.

Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að pæla í líkamanum mínum, hvað ég væri feit, svo kom kynþroskinn og ég fékk slit á lærin, Guð hvað mér fannst ég vera ógeðsleg. Allar konurnar í sjónvarpinu og í blöðunum voru silkisléttar og grannar.

Í dag er þetta verra, maður skrollar í gegnum Instagram og þar er sama manneskjan á hverri mynd. Fylltar varir, stærri brjóst, lítið mitti og sömu fínu fötin. Allar auglýsingarnar um matinn sem grennir þig og fötin sem gerir þig flotta, svona „hey gerðu þetta og þá ertu flott.“

Og þetta gerir mig bara andskotans reiða stundum.

Ungar stelpur að mála sig eins og Kardashians liðið til að lýta vel út, ungar 13-15 ára stelpur.

Hvað er að gerast?

Og ég pæli í þessu mikið sjálf, ef ég væri bara 5-10 kílóum léttari þá fengi ég minna mitti, ef ég myndi fá mér fyllingar í varirnar þá væri ég fallegri.

Pointið mitt hérna er alls ekki að fara „kardashian/jenner shame-a“ allar konur sem kjósa að líta þannig út EN það er eitthvað mjög athugavert við það að 14 ára stelpur fara í þessa átt, finnst mér persónulega.

Hvernig er hægt að breyta þessu? Er þetta kannski orðið eðlilegt í dag? Er ég bara orðin svona gamaldags 25 ára?

Svo já ég er hrædd um litlu stelpuna mína, hvernig samfélagið verður þegar hún verður orðin unglingur. En ég mun minna hana á það að hún er falleg að innan sem og að utan, nákvæmlega eins og hún er. Við þurfum ekki að passa í þennan „fullkomna“ kassa, hvað er gaman við það?

En ég ætla að stoppa hérna áður en ég byrja að tala í hringi.

Eitt að lokum, þú ert falleg/ur nákvæmlega eins og þú ert.

 Færslan er skrifuð af Gunni Björnsdóttur og birtist upphaflega á Mæður.com

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ungstirni Börsunga gæti óvænt haldið til Sádi-Arabíu

Ungstirni Börsunga gæti óvænt haldið til Sádi-Arabíu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.