fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ógnandi búðarþjófur með hníf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. nóvember 2018 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um sexleytið í gærkvöld var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Kópavogi. Starfskona horfði á mann setja skópar í poka er hann hafði meðferðis. Óskaði hún eftir því að fá að sjá í pokann þegar maðurinn var að fara út úr versluninni en hann sagði nei og hljóp út úr versluninni. Konan fór á eftir honum og hafði aftur afskipti af honum í nokkurri fjarlægð frá versluninni. Þá dró maðurinn upp hníf, ógnaði konunni og hljóp á brott.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en engum sögum fer þar af því hvort búið er að finna manninn og handtaka. Tvö önnur búðarþjófnaramál voru tilkynnt til lögreglu:

Um hálftíuleytið í gærkvöld var tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 105. Gerendurnr fóru burt af staðnum í bíl. Lögreglan hafði afskipti af fjórum mönnum í viðkomandi bíl og voru þeir handteknir fyrir rannsókn málsins. Eru þeir auk búðarþjófnaðar grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir vörslu fíkniefna.

Klukkan tvö í nótt tilkynnti starfsmaður í sólarhringsverslun um þjófnað og var grunaður þjófur farinn af vettvangi. Tveimur klukkustundum síðar er þjófurinn kominn aftur á vettvang og var hann þá handtekinn. Var maðurinn í annarlegu ástandi og var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt