fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sigurgyða er einstæð móðir sem hefur ekki efni á bíl: „Svo sér maður Range Rover og Land Cruiser renna framhjá þar sem maður stendur í strætóskýlinu í Fellahverfinu“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 23:00

Sigurgyða Þrastardóttir. Ljósmynd/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurgyða Þrastardóttir tilheyrir þeim hópi Íslendinga sem þurfa að lifa af lágmarkslaunum. Hún getur ekki leyft sér þann lúxus að eiga bíl og nýtir sér því almenningssamgöngur til og frá vinnu.

Sigurgyða segir sögu sína í meðfylgjandi myndskeiði sem gefið er út í tengslum við nýja herferð Eflingar sem ber nafnið Líf á Lægstu launum.

Í kynningartexta átaksins segir:

Verkafólk á Íslandi hefur staðið of lengi á jaðri samfélagsins. Það er kominn tími til að rödd verkafólks heyrist og líf þess og kjör verði öllum kunn. Í kjölfar verkefnisins FÓLKIÐ Í EFLINGU þar sem verkafólk segir sína sögu stígum við nýtt skref í sömu átt. Herferðin LÍF Á LÆGSTU LAUNUM dregur fram raunverulegar aðstæður fólks sem býr við þann „ómöguleika“ að lifa af lægstu launum og lykilstaðreyndir um kjör og skattbyrði launafólks.

Sigurgyða sagði einnig sögu sína í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu í október síðastliðnum en hún hefur í rúmt ár aðstoðað í eldhúsinu á leikskólanum Holti.

„Fólk stoppar stutt við í eldhúsunum. Það eru mjög mikil veikindi yfirhöfuð í þessum láglaunastörfum af því fólk getur þetta ekki. Þegar vonin er farin um betri kjör þá er svo margt farið. Kvíði og þunglyndi tekur við og margir enda sem öryrkjar.“

Sagðist hún hafa reynt að vinna 200 prósent vinnu og það hefði bitnað á börnunum hennar og komið illa niður á henni sjálfri. „Af hverju þurfa launin að vera svona léleg að fólk þurfi að stóla á allar þessar bætur? Ég hafði unnið í mörg ár og borgað skatta, en varð veik og datt út af vinnumarkaði og þurfti að fara tímabundið á atvinnuleysisbætur. Ég skammaðist mín fyrir að þiggja þær samt var ég búin að borga minn hlut í gegnum skattinn.“

Þá sagðist hún ekki eiga bíl, og það væri af illri nauðsyn. „Ég labba í vinnuna af því ég bý hérna í næsta húsi annars tek ég strætó allar mínar ferðir. Hjólastígar eru dekur við ríka fólkið að vissu leyti, sumir verða að vera á bíl eins og þeir sem eiga börn og búa í Breiðholtinu en vinna í bænum.“

Hafði ekki efni á að fara með bílinn í viðgerð

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan segist Sigurgyða oft vera spurð út í bílleysið og segist einfaldlega svara því þannig að hún hafi ekki efni á því að reka bíl.

„Svo sér maður Range Rover og Toyota Land Crusier renna fram hjá manni þar sem maður stendur í strætóskýlinu í Fellahverfinu.“

„Ég átti bíl, bíl á rennisléttum sumardekkjum á leiðinni til Keflavíkur í hagléli og hálku og rugli. Með engar rúðuþurrkur af því að þær drápu líka á sér. Með börnin í bílnum. Ég er bara heppin að vera ekki dauð!

Gat ég skipt um dekk? Nei.

Gat ég farið með bílinn í viðgerð? Nei.

Hékk viftureimin á einum vír? Já.

Þetta eru alls konar skemmtilegar og æsispennandi sögur úr lífi einstæðu móðurinnar sem þarf einhvern veginn að halda andliti af því að hún er líka að fara í partýið sem allir aðrir eru að fara í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum