fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Kynning

Smákranar: Hífa stærstu rúður á Íslandi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smákranar ehf. er öflugt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað fyrir 15 árum þegar eigendur þess, Erlingur Snær Erlingsson og Hildur Björg Ingibertsdóttir, kynntust nýrri tegund af vinnuvélum – svonefndum smákrönum. Stærð, eða smæð krananna gerir það að verkum að hægt er að fara með þá á afvikna og þrönga staði þar sem önnur tæki komast ekki að, til dæmis inni í byggingum, í görðum, kjallarabyggingum, uppi á þökum háhýsa o.fl. Smákranar veita þannig sérhæfða þjónustu á sviði lyftingatækni þar sem leitast er við að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina á sem hagkvæmastan hátt.

Smáir kranar, risastór verkefni og risastór gler

Stærsti hluti af starfsemi fyrirtækisins frá upphafi hefur verið hífingar á stórum og miklum glerjum allt frá um 150 kílóa rúðum upp í þyngstu rúður sem hafa verið settar upp á Íslandi. Smákranar vinna fyrir aðila sem setja upp stök gler eða heilu gluggakerfin í húsnæði í einkaeigu eða í eigu opinberra aðila. „Umsvif fyrirtækisins hafa hægt og sígandi aukist og frá því við byrjuðum höfum við tekið þátt í mörgum af stærri framkvæmdum sem hafa verið á Íslandi undanfarinn áratug. Meðal annars má nefna stækkun flugstöðvarinnar í Keflavík, Háskólann í Reykjavík, Hörpuna, H&M í Smáralind, hótel Bláa lónsins og margt fleira,“ segir Erlingur.

Fossinn: stærsta rúða á Íslandi

„Árið 2007 settum við upp mörg tonn af gleri í Arion bankahúsinu. Þar á meðal hífðum við stærstu og þyngstu rúðu sem hefur verið sett upp á Íslandi,“ segir Erlingur. Um er að ræða verk sem kallast Fossinn en vatn rennur niður glerið og myndar eins konar foss. Rúðan er 3×6 metrar eða 18 fermetrar og vegur hún um 1.800 kíló. Þurfti þá að nota tvo smákrana og lyftara til þess að setja upp ferlíkið.

Tekur 6 tonn í bekk

Smákranar hafa enn fremur tekið þátt í miklum fjölda verkefna og t.a.m. voru kranar fyrirtækisins notaðir til að hífa upp hvalalíkön fyrir Hvalasýninguna Whales of Iceland á Granda. „Í dag erum við með stóran smákrana sem getur farið inn í hús og lyft allt að 6 tonnum. Við notuðum hann nýverið  við að hífa innandyra 4,5 tonna flugvélamótor af Boeing 747 sem Air Atlanta gaf flugvirkjanámi Keilis,“ segir Erlingur.

Ótrúleg lyftigeta

Í dag eru Smákranar með umboð frá þýska fyrirtækinu Robert Kappel sem einblínir á framleiðslu á sogskálum til hífingar og uppsetningar á allt að 6 tonna glerjum. Smákranar eiga fimm sogskálar með 300–1.500 kílóa lyftigetu. „Við erum í raun eina fyrirtækið á Íslandi sem getur híft þyngri gler en 1 tonn með ábyrgum og öruggum hætti. Ef einhver kemur til okkar og þarf að hífa allt að 6 tonna gler þá gætum við pantað viðeigandi sogskál frá Robert Kappel og híft glerið með öruggum hætti,“ segir Erlingur.

Einnig bjóða Smákranar upp á leigu á sogskálunum og meðal annars hafa verið sett upp 12–14 fermetra rúða í Brimborg og fjórar 900 kílóa rúður í Hafnartorgi með sogskálinni góðu. Helstu eiginleikar sogskálanna er sá að hægt er snúa glerjunum úr láréttri stöðu í lóðrétta með mótorum sem eru á skálinni í stað þess að nota handafl. Enn fremur er hægt að halla glerjunum frá því að vera lóðrétt yfir í lárétt með rafstýrðum glussatjökkum. Þetta gerir flutning og hífingar á stórum glerjum töluvert áhættuminni en áður. „Nú síðast nýttum við eiginleika sogskálarinnar til þess að skáskjóta fjórum 500 kílóa rúðum inn um inngang í Smáralindinni fyrir nýjan verslunarglugga þar inni,“ segir Erlingur.

Nánari upplýsingar má nálgast á smakranar.is

Stórihjalli 15 – 200 Kópavogur

Sími: 699-4241

Netpóstur: ese@smakranar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7