fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Eitt ár á Suðurnesjum, Silver Cross og gjörnýting hluta

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósanætursýningarnar fjórar í Duus – Síðasta sýningarhelgi

Ljósmyndasýningin Eitt ár á Suðurnesjum er afrakstur samkeppni sem Listasafn Reykjanesbæjar stóð fyrir. Öllum Suðurnesjamönnum var boðið að senda inn myndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári og alls bárust 350 myndir. Sex ljósmyndir sigruðu og fóru í hópinn „Bestu myndirnar“ og þær áttu ljósmyndararnir Guðmundur Magnússon, Ólafur Harðarson, Jón Óskar Hauksson, Haukur Hilmarsson og Hilmar Bragi Bárðarson en 30 aðrar myndir fengu sérstaka viðurkenningu sem góðar ljósmyndir. Allar þessar myndir og fjöldi annarra eru á sýningunni sem lýkur sunnudaginn 4. nóvember.

Vinsælasta myndin kosin

Safngestir kusu vinsælustu ljósmyndina á sýningunni Eitt ár á Suðurnesjum og tóku 607 manns þátt í kosningunni. Og nú er um að gera að sjá þessar myndir og skella sér á sýninguna áður en henni lýkur.
Úrslitin voru þessi:
1. sæti  Stóri Hólmur, ljósmyndari Jón Óskar Hauksson
2. sæti  Vitinn í storminum, ljósmyndari Sigurþór Sumarliðason
3. sæti   Skessuhellir í klakaböndum, ljósmyndari Hilmar Bragi Bárðarson

Sýningin Eitt ár í Færeyjum er önnur ljósmyndasýning sem lýkur þessa helgi en hún er líka afrakstur samkeppni. Norræna húsið í Þórshöfn bauð öllum Færeyingum að senda inn myndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru í Færeyjum á einu ári og nú má sjá vinningsmyndirnar 12 útprentaðar í Bíósal Duus Safnahúsa ásamt öðrum innsendum myndum á skjám.

Sýningin Endalaust er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og Handverks og hönnunar og inniheldur verk úr endurunnum efnivið. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og koma 20 hönnuðir að sýningunni sem lýkur nú um helgina.

Sýningunni Svo miklar drossíur lýkur líka á sunnudaginn. Silver Cross barnavagnar hafa verið vinsælir á Íslandi í langan tíma og er sýningin samstarfsverkefni Byggðasafns Reykjanesbæjar og Thelmu Björgvinsdóttur, sem hefur kynnt sér sögu vagnanna hér á landi. Á sýningunni er fjöldi glæsilegra vagna frá ýmsum tímum, auk fjölda ljósmynda af vögnum í notkun.

Duus Safnahús eru opin alla daga frá kl. 12 -17. Ókeypis aðgangur þessa helgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda