fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Ógeðslegt, plebbalegt og hallærislegt: Hart tekist á um ákvörðun Ólafs og Dorrit – Taktu þátt í könnun DV

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 28. október 2018 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli um helgina þegar Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands greindi frá því í þætti Gísla Marteins og BJörgu Magnúsdóttur, Morgunkaffinu að hann og Dorritt hefðu ákveðið að klóna hundinn þeirra, Sám. Hundinn fengu þau þegar hann var árs gamall.

En nú er hundurinn farinn að eldast og Dorrit vill alls ekki missa Sám svo þau tóku þá ákvörðun að taka sýni af hús hans og senda til Texas. Þar verða frumur hans ræktaðar.

„Sámur er orðinn gamall,11 ára þannig að Dorrit ákvað að láta klóna hann. Það eru tvö fyrirtæki í heiminum sem klóna hunda. Annað er í Texas og hitt er í Suður-Kóreu og það er semsagt búið að því.“

Bætti Ólafur við að nýr Sámur yrði ekki pantaður fyrr en sá upprunalegi væri dauður.

„Ég veit þá ekki hvort að Sámur yrði þá fyrsti hundurinn á Íslandi sem væri klónaður. Það sem mér finnst  óhugnanlegra er að það er hægt að semja við fyrirtæki um að geyma sýnin í áraraðir gegn tiltölulega vægu gjaldi. Barnabörnin mín geta svo pantað sér nýjan Sám frá Texas þegar þau eru komin með heimili og fjölskyldu. Þetta er náttúrulega svolítið óhugnanleg veröld.“

Miklar umræður um þessa ákvörðun hjónanna hafa átt sér stað á samfélagsmiðlum. Egill Helgason fjölmiðlamaður spurði á Facebook: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“

Honum var svarað af Heiðu B. Heiðarsdóttur sem starfar á Stundinni.  „Æjú, mér finnst það. Líka bara innilega plebbalegt og hallærislegt.“ Guðmundur Andri Thorsson tók undir með Agli en á meðan vildi Marta María Jónasdóttir ritstjóri Smartlands meina að þetta væri einfaldlega framtíðin.

„Væri ekki bara nær að finna fallegan hvolp? Þetta vísar inn í framtíðina, vissulega – en kannski ekkert sérlega geðslega framtíð?“ svaraði Egill þá. Árni Snævarr fyrrverandi fréttamaður lagði orð í belg: „Ólafur Ragnar hlýtur að vera grænn af öfund ef hún klónar hann ekki líka.“ Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður tók í svipaðan streng og sagði: „Bara svo lengi sem hún klónar ekki Ólaf.“

DV spyr – Er ógeðslegt, svo notuð séu orð Egils að klóna gæludýr? Taktu þátt í könnun DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð