fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Öryggismiðstöðin – Snjallöryggi er ný kynslóð öryggiskerfa

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og hefur því langa og góða reynslu á sviði öryggisþjónustu. Hjá Öryggismiðstöðinni fæst allt frá A til Ö fyrir öryggismál heimila og fyrirtækja og þar er boðið upp á alla öryggisþjónustu.

„Snjallöryggi er ný kynslóð öryggiskerfa fyrir heimili og minni fyrirtæki,“ segir Kristinn Loftur Einarsson hjá Öryggismiðstöðinni.

„Snjallöryggi er öryggiskerfi sem er komið í símann hjá þér og þú ert með app sem stýrir kerfinu. Þú getur skoðað stöðuna á kerfinu, getur tekið það af verði í gegnum appið, séð hitastig á öllum skynjurum og búið til snjallreglur. Snjallreglurnar eru mjög sniðugar þegar þú ert með börn, þá er barnið með flögu sem það ber að skynjara kerfisins til að taka það af verði. Þú getur þá útbúið reglu sem lætur kerfið senda þér tilkynningu um að kerfið hafi verið tekið af verði.“

Í kerfinu eru tveir einstaklingar settir upp sem aðalnotendur, þeir geta breytt, sett upp snjallreglur, bætt við tengiliðum og búnaði, viðbætur og annað slíkt eru mjög einfaldar aðgerðir. Í heildina geta verið 32 notendur skráðir í kerfið, þannig að Snjallöryggi hentar vel fyrir minni fyrirtæki.

Með Snjallörygginu er einnig hægt að taka kerfið af á fyrirfram ákveðnum tíma, þegar vitað er að von er á umgangi. Snjalllás er viðbót, „þá get ég opnað hurð í gegnum símann hjá mér, til dæmis þegar ég veit að iðnaðarmaður er að koma eða tengdó í heimsókn og þá tek ég kerfið af líka,“ segir Kristinn.

Hægt er að stjórna heimilistækjum með snjalltengi, til dæmis ef það gleymist að slökkva á heimilistæki sem er í gangi.

Snjallöryggið er tengt í gegnum netið og með GSM hringibúnaði sem varaleið, enda flestir hættir með landlínu. „Við erum mikið í því núna að aðstoða viðskiptavini við að skipta út kerfum, svona svipað og þegar fólk fór úr túbusjónvarpi yfir í flatskjá. Mjög einfalt er að skipta um þjónustuaðila og við hjá Öryggismiðstöðinni sjáum um ferlið frá A-Ö.“

Staðalbúnaður er hreyfiskynjari með innbyggðri myndavélalinsu, allir fá sér minnst einn slíkan skynjara. „Þá sérðu ef/þegar kemur útkall frá kerfinu hvort það er barnið þitt sem gleymdi að taka kerfið af eða óboðinn gestur. Einnig er hægt að bæta við HD myndavélum, ef vélarnar eru orðnar margar, þá er skynsamlegra að fá sérstakt myndavélakerfi.“

Söluráðgjafi gerir sérstaka þarfagreiningu fyrir hvern viðskiptavin, og ef þörf þykir á þá er farið heim til fólks og aðstæður teknar út sérstaklega. Sérþjálfaður tæknimaður sér um uppsetningu og getur þá jafnvel komið með tillögur að breytingum.

Öryggismiðstöðin selur allt sem tengist öryggismálum: „Við erum með gæslu, tækniþjónustu, vörur frá einföldum heimakerfum upp í flókin aðgangskerfi fyrir risastórar fasteignir, eftirlitsmyndavélakerfi svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Kristinn.

Öryggismiðstöðin er að Askalind 1, Kópavogi. Verslunin er opin virka daga frá kl. 9-17.  Síminn er 570 2400 og netfangið er oryggi@oryggi.is.

Uppsetning er innifalin og framkvæmd af tæknimanni og því einungis greitt mánaðargjald, 3 skynjara kerfi er á 5.900 kr., 5 skynjara kerfi er á 6.900 kr. og 7 skynjara kerfi 7. 900 kr.
Eftir það er greitt fyrir viðbætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum