fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433

Hakkar Pogba í sig enn á ný – ,,Ég held að United sé að missa þolinmæðina á honum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness sérfræðingur Sky Sports er duglegur að taka Paul Pogba miðjumann Manchester United fyrir.

Souness gerði það á Sky í gær en Pogba gerði sig sekan um slæm mistök í fyrra marki Chelsea í 2-2 jafntefli um helgina.

Þar nennti Pogba ekki að elta Antonio Rudiger sem fékk frían skalla að marki og skoraði.

,,Ég held að United sé að missa þolinmæðina á honum, þú getur ekki sem þjálfari endalaust verið að segja leikmanni hvað hann á að gera,“ sagði Souness.

,,Hann er með ótrúlegan líkama í íþróttir, hann er stór, hann er sterkur og getur hlaupið hratt. Maður myndi halda að þetta ætti að vera í lagi hjá honum.“

,,Þú þarft ekki að vera stór og sterkur til að koma í veg fyrir að einhver fái frían skalla að marki, ég gæti stoppað Rudiger þarna, ef þú hefur áhuga á.“

,,Hann er með frábæra tækni, frábæran líkama, hann gerir einföldu hlutina ekki rétt. Það er leikmaður þarna sem getur allt.“

,,Ég er sagður vera sá maður sem gagnrýni hann mest en stjóri hans er heldur ekki sáttur, ég var stjóri eins og Jose og maður hugsar bara hversu magnaður Pogba gæti orðið ef hann bara myndi hlusta.“

,,Þú hættir ekkert að læra 25 ára, ef hann telur sig vera hinn fullkomna leikmann í dag þá verður hann ekkert betri.“

,,Hann ætti að mæta á hverjum degi, hlusta á þjálfarana, eldri leikmenn og hafa áhuga á að bæta sig. Ég er ekki viss um að það sé málið, hann gæti orðið magnaður leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður