fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári sest á skólabekk

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn allra besti íþróttamaður sem Ísland hefur átt, hefur nú sest á skólabekk ef svo má að orði komast.

Eiður hefur nefnilega á síðustu vikum setið á skólabekk hjá Knattspyrnusambandi Íslands, þar nemur hann þjálfarafræðin. Rúmar tvær vikur eru síðan Eiður tók fyrsta stigið í þjálfaraskóla KSÍ, hann var svo aftur mættur um liðna helgi þar sem hann tók næsta stig.

Um er að ræða bæði bóklegt og verklegt nám. Hann var í Fífunni um síðustu helgi þar sem Janus Guðlaugsson, frægur kennari í þessum fræðum, var með kennslu. Þar þurftu Eiður Smári og samnemendur hans að taka hressilega á því auk þess sem 6. flokkur karla Breiðabliks mætti á æfingu hjá þeim.

Ólafur Ingi Skúlason, sem var lengi liðsfélagi Eiðs í landsliðinu, var einnig á námskeiðinu. Þeir hafa undanfarið einnig vakið athygli sem sérfræðingar saman í sjónvarpi og fengið mikið lof. Framan af ferli Eiðs sem leikmanns þá útilokaði hann alltaf að fara út í þjálfun en það fór að breytast þegar líða tók á ferilinn.

„Eftir því sem árin færast yfir mann og þú verður vitrari þá uppgötvar þú hversu mikla reynslu þú hefur og hugmyndir. Hver veit?“ sagði Eiður Smári árið 2015.

„Sérstaklega þegar þú horfir til þeirrar kynslóðar af leikmönnum sem við höfum fram að tefla í augnablikinu, yngri landsliðin eru að standa sig virkilega vel þannig að það væri stórkostlegt að gera það í framtíðinni.“

Eiður hefur unnið fyrir marga bestu stjóra í heiminum en þar má nefna Jose Mourinho og Pep Guardiola. Ekki er ólíklegt að Eiður haldi áfram að sækja sér menntun á nýju ári þegar þriðja og fjórða stig KSÍ verður kennt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
433Sport
Í gær

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Í gær

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina