fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433

Fabregas kom í veg fyrir að Carrick færi til Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Carrick var mjög svo nálægt því að ganga í raðir Arsenal sumarið 2004, West Ham var þá fallið úr efstu deild.

Carrick var mjög eftirsóttur þetta sumarið og var nálægt því að fara til Portsmouth. Hann hætti við að fara þangað eftir símtal frá Arsenal.

Carrick hafði staðist læknisskoðun hjá Portsmouth en beið með að skrifa undir. ,,Við fengum símtal á heimleið frá Portsmouth,“ sagði Carrick í ævisögu sinni sem var að koma út.

,,Þetta var Arsenal og við áttum að hitta Arsene Weger, við vorum að nálgast London og fórum því heim til Wenger. Klukkutíma eftir símtalið sat ég heima hjá Wenger.“

,,Gat þetta verið að gerast? Var ég að fara í lið sem tapaði ekki leik á síðustu leiktíð.“

,,Við ræddum saman í klukkutíma um fótbolta en liðið átti leik um Samfélagsskjöldinn um helgina. Wenger sagðist ætla að sjá mig aftur á mánudag. Ég var að fara úr næst efstu deild í Arsenal. Það átti að klárast á mánudegi, Patrick Vieira var að fara.“

,,Ég horfði á liðð liðið spila á sunnudegi og þar kom Cesc Fabregas til sögunnar. Hann var 17 ára, ég beið eftir símtali á sunnudegi en það kom aldrei.“

,,Ég beið og beið en ekkert gerðist, á mánudegi kom símtalið og Wenger ákvað eftir frammistöðu Fabregas að kaupa ekki miðjumann,“ sagði Carrick en Carrick fór nokkru síðar til Tottenham.

Carrick stoppaði um stutt skeið hjá Spurs áður en hann átti magnaðan feril með Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“
433Sport
Í gær

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Í gær

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram