fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Peter Jackson var 4 ár að lita þessi myndbrot úr fyrri heimsstyrjöldinni – Útkoman er stórkostleg

Fókus
Miðvikudaginn 10. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings-myndanna, hefur undanfarin fjögur ár unnið að því að gæða gömul myndbrot af breskum hermönnum í fyrri heimsstyrjöldinni nýju lífi.

Óhætt er að segja að útkoman sé ekkert minna en stórkostleg og fáum við algjörlega nýja sýn á styrjöldina sem stóð yfir frá árinu 1914 til 1918.

Jackson fór yfir hundruð myndbanda sem til eru á Imperial War-safninu í Bretlandi. Verkefnið var býsna tímafrekt enda gömlu myndböndin svarthvít með litlum gæðum. Myndböndin voru færð í lit, þau hreinsuð og má segja að gæðin séu eins og best verður á kosið.

Myndbönd Peters, sem munu birtast í heimildarmynd um fyrri heimsstyrjöldina, verða frumsýnd í BFI Southbank-kvikmyndahátíðinni í London á morgun. Þar mun Peter sjálfur sitja fyrir svörum. Myndin sem um ræðir er 90 mínútur og þar verða meðal annars sýnd viðtöl við hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni sem tekin voru árið 1964.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda