Fanndís í fjöri í Frakklandi Kantmaðurinn knái, Fanndís Friðriksdóttir, og félagar í Marseille þurfa á sigri að halda þegar liðið heimsækir Montpellier. Fanndís og félagar sitja í neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir tólf leiki en liðið þarf þó bara einn sigur til að koma sér úr fallsæti. Á mánudag er svo áhugaverður leikur í Ísrael þegar Viðar Örn Kjartansson og liðsfélagar hans í Maccabi Tel Aviv fara í heimsókn til Maccabi Haifa. Viðar hefur verið að raða inn mörkum og er líklegur til afreka á mánudag.
Mynd: Breiðablik