„Maðurinn er fáránlega duglegur, dælir út bókum, að sönnu misjöfnum að gæðum en það er augljóst að honum liggur eitthvað á hjarta – sem er nú bara töluvert atriði. “
Hermann Stefánsson rithöfundur stofnaði Facebook-hóp þar sem hvatt var til þess að Bjarni Bernharður ljóðskáld skyldi hljóta listamannalaun í þrjá mánuði – að minnsta kosti stundum. Bjarni, sem hefur ekki fengið slíkan styrk í áratugi, var ekki hrifinn af uppátæki Hermanns.