fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Óli Jó um titilbaráttu sumarsins: Ég var alltaf hræddari við Breiðablik en Stjörnuna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. október 2018 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals segir það auðveldara að vinna Pepsi deildina í þriðja skiptið í röð frekar en tvisvar í röð. Þetta kom fram í viðtali við RÚV.

Ólafur stýrði Vals til sigur í deildinni annað árið í röð um helgina og hann telur að það verði auðveldara að klára hann í þriðja skiptið.

Ólafur er afar sigursæll þjálfari en hann þann stóra í nokkur skipti með FH.

„Það er erfitt að verja titil. Það er margt sem spilar inn í það, oft eru menn saddir, svo nálgast nú mótherjarnir meistara oft öðruvísi – leggja sig meira fram og vilja sýna þeim að þeir séu líka góðir. En það er auðveldara að verja hann í þriðja sinn, heldur en að vinna hann í annað sinn. Mundu það!“ sagði Ólafur við RÚV.

Ólafur segist hafa óttast Breiðablik miklu meira en Stjörnuna í baráttunni um þann stóra en Blikar enduðu að lokum í öðru sæti. Aðeins tveimur stigum á eftir Val en Stjarnan var sex stigum á eftir.

„Núna í sumar var meiri spenna [en í fyrra]. Ég meina Breiðablik, Stjarnan, FH, KR, öll þessi lið voru frábærlega vel mönnuð. Þannig að það kom mér svo sem ekkert á óvart að það yrði keppni um það. Ég var alltaf hræddari við Breiðablik en Stjörnuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park