fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433

Bjarni Þór er enn í endurhæfingu á Grensás og veit ekki hvað gerist

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. október 2018 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Þór Viðarsson miðjumaður FH er enn að jafna sig eftir að hafa farið úr axlarlið í Lengjubikarnum.

Atvikið átti sér stað í febrúar og lamaðist hann tímabundið í handleggnum, vinstra megin.

Þegar atvikið kom upp þá vonaðist Bjarna til að missa aðeins af nokkrum leikjum í sumar, þegar uppi stóð þá var Bjarni frá allt sumarið.

,,Ég er bara ennþá að jafna mig,“ sagði Bjarni þegar 433.is sló á þráðinn til hans í dag.

,,Ég er bara áfram á Grensás í endurhæfingu, þetta gengur hægt en á eftir að ganga að lokum.“

Samningur Bjarna við FH er á enda á næstu vikum og óvíst er hvað hann gerir. ,,Höndin verður ekki góð fyrr en á nýju ári, ég sé bara þá hvað ég geri,“ sagði Bjarni sem lék átta leiki með FH sumarið 2017.

Möguleiki er á að Bjarni fari að þjálfa en FH-ingar hafa rætt slíkt við hann. ,,Það hefur verið rætt en ég hef ekkert hugað mikið út í það hingað til.“

Bjarni er þrítugur en hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG
433Sport
Í gær

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Í gær

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“