fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Er þetta versta hótel í heimi? „Þurrkaðu af fótunum á leiðinni út“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 07:33

Ekki er það glæsilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótel eru misjöfn að gæðum og yfirleitt flokkuð eftir því. Á TripAdvisor skrifa margir gestir um hótelin og upplifun sína af þeim. Auðvitað er upplifun fólks af hótelum oft mismunandi en þó virðist sem að í heildina séu gestir Vale Guest House í Hull á Englandi sammála um að hótelið sé ekki mjög gott, eiginlega virðist það vera mjög slæmt.

Í umsögnum gesta kennir ýmissa grasa. Einn segist hafa þurft að borða morgunkornið úr rauðri plastkörfu og birtir mynd með. Þá hafi morgunverður ekki fylgt með helgardvöl en því hafi verið leynt þar til búið var að greiða fyrir gistinguna.

„Ég varð að kaupa kornfleks, það var ekkert til að setja það í svo ég varð að tæma körfuna, sem skítugir tepokar voru í (já, skítugir tepokar) og borða úr henni með gaffli.“

Kornflakes borðað úr plastkörfu.

Aðrir gestir hafa birt myndir af vægast sagt illa útlítandi veggjum og einn sagði að herbergið hafi verið eins og „fangelsi“ og bætti við:

„Ef þú tekur einhvern tímann áhættuna á að gista á þarna, mundu þá að þurrka af fótunum á leiðinni út.“

Eigandinn er ekki sáttur við umsagnir gesta og segir að sumir hafi greinilega ekki gist hjá honum þrátt fyrir að hafa skrifað umsagnir á TripAdvisor. Af 78 umsögnum segja 31 að hótelið sé „hræðilegt“, 9 segja það „lélegt“ og 8 segja það í „meðallagi“. 13 segja það „frábært“ og 12 segja það „mjög gott“.

Einn þeirra sem skýrir frá slæmri upplifun segir:

„Látið mig frekar fá pappakassa en að stíga aftur fæti inn í þetta hús aftur.“

Núverandi eigandi tók við rekstrinum í júní og er enn að vinna að lagfæringum. Eftir að hann tók við rekstrinum hafa umsagnirnar breyst og eru orðnar jákvæðar, að mestu. Þó hafa ein og ein slæm slæðst með og er hann ósáttur við það eins og fyrr segir.

Frekar óskemmtilegt að sjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið