fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Clooney leikstýrir Damon og Moore

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 23. október 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði sat George Clooney ráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum um flóttamannavandann og ræddi við Barack Obama. Eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal, var að sjálfsögðu einnig viðstödd. Hjónin keyptu sér nýlega glæsiíbúð sem er í nágrenni við byggingu Sameinuðu þjóðanna.

Nú er Clooney sestur í leikstjórastól og leikstýrir myndinni Suburbicon. Cohen-bræðurnir, Joel og Ethan, eru handritshöfundar myndarinnar og framleiðendur ásamt Clooney. Í aðalhlutverkum eru Julianna Moore, Matt Damon, Josh Brolin og Oscar Isaac. Myndin gerist í rólegum og litlum bæ í Bandaríkjunum á sjötta áratugi síðustu aldar. Ofur venjuleg fjölskylda sýnir á sér nýja og óvænta hlið þegar hún beitir fjárkúgun. Frumsýning er áætluð á næsta ári.

Clooney hefur nokkrum sinnum unnið með Cohen-bræðrum sem eru vinir hans, síðast í myndinni Hail Caesar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Í gær

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir goðsagnarinnar með gat í miðsnesinu eftir stífa eiturlyfjaneyslu

Dóttir goðsagnarinnar með gat í miðsnesinu eftir stífa eiturlyfjaneyslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“