fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Píratar fengju 15 þingmenn eins og Sjálfstæðisflokkur

Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 21. október 2016 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar fengju fimmtán þingmenn kjörna og Sjálfstæðisflokkur fimmtán ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er samkvæmt niðurstöðum könnunar á fylgi flokkanna sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið dagana 14. til. 19. október.

Píratar eru með 22,6 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkur 21,1 prósents fylgi. Vinstri grænir mælast með 18,6 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrettán þingmenn kjörna. Þessir þrír flokkar bera höfuð og herðar yfir þá næstu. Framsókn kemur næst með 9,1 prósents fylgi og fengi flokkurinn samkvæmt því sex þingmenn. Viðreisn fengi einnig sex þingmenn en flokkurinn mælist með 8,8 prósenta fylgi.

Samfylkingin fengi fjóra þingmenn kjörna og mælist flokkurinn með 6,5 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með 6 prósenta fylgi og fengi einnig fjóra þingmenn. Aðrir flokkar, eins og Flokkur fólksins, sem mælist með 3,8 prósenta fylgi, næðu ekki manni inn á þing.
Könnunin var net- og símakönnun og var stærð úrtaksins 2.300 manns. Svarhlutfall var 59,4 prósent og þar af tóku 81,2 prósent afstöðu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd