fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Hvað er á seyði í Sunspot? Stjörnuathugunarstöð og pósthúsi lokað í skyndingu – Af hverju vill FBI ekkert segja?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 07:39

Sunspot stjörnuathugunarstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuathugunarstöð var lokað skyndilega sem og pósthúsi. Þyrla á sveimi, fólk að vinna við loftnet, algjör þögn FBI . . . . Hvað er á seyði í Sunspot í Nýju Mexíkó? Margir spyrja þessarar spurningar þessar klukkustundirnar eftir að The National Solar Observatory stjörnuathugunarstöðinni í Sunspot var lokað fyrir viku síðar en kringumstæðurnar þykja mjög dularfullar.

Um leið var póshúsi bæjarins lokað og var sama ástæða gefin upp fyrir lokuninni og fyrir lokun stjörnuathugunarstöðvarinnar, að þetta væri af öryggisástæðum. Lögreglan á svæðinu veit ekkert um málið en ABC7 hefur eftir Benny House, lögreglustjóra, að alríkislögreglan, FBI, neiti að segja neitt um málið. Hann sagði að lögreglan hafi verið beðin um aðstoð á meðan verið var að rýma stjörnuathugunarstöðina og pósthúsið en enginn hafi viljað segja af hverju verið væri að rýma byggingarnar.

„Það að FBI hafi komið svo fljótt að málinu og að svo mikil leynd hafi hvílt yfir málinu sýnir að eitthvað mikið var í gangi hér. Það var Blackhawk þyrla hér, mikið af fólki í kringum loftnetin og mikil vinna við turnana en enginn vildi segja okkur nokkuð.“

Sagði House.

Á vefsíðu stjörnuathugunarstöðvarinnar var birt tilkynning þar sem afsökunar var beðist á hugsanlegum óþægindum vegna lokunar hennar en ófyrirséðar aðstæður hafi orðið til að henni var lokað og verði hún lokuð þar til annað verði tilkynnt.

Sunspot stjörnuathugunarstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Stjörnuathugunarstöðin er rekin af Association of Universities for Research in Astronomy (samtök háskóla um rannsóknir á himingeimnum) og segir Sky að ef Shari Lifson, talskona samtakanna, viti eitthvað um málið þá hafi hún alveg örugglega ekki deilt þeirri vitneskju með öðrum. Í samtali við Alamogordo Daily News sagði hún aðeins að verið væri að glíma við öryggismál og því hafi verið ákveðið að rýma stöðina. Hún gat ekki sagt til um hvenær eðlileg starfsemi hefst á nýjan leik. ABC7 segir að ekki megi opna pósthúsið fyrr en FBI veitir heimild til þess.

Fjöldi fréttamiðla hefur reynt að fá svör hjá FBI um hvað sé í gangi í Sunspot en án árangurs.

Google Street Views kemst ekki nær Sunspot en þetta.

Eins og við má búast eru samsæriskenningasmiðir í feikna stuði vegna málsins og láta það til sín taka. Sú kenning hefur verið viðruð að FBI hafi komið upp um ólöglega starfsemi í stjörnuathugunarstöðinni. Önnur er að þarna hafi leynileg aðgerðarsveit verið að störfum og enn önnur segir að hugsanlega hafi „eitthvað sést á himninum“ sem varð þess valdandi að stöðinni var lokað. Aðrir „sérfræðingar“ hafa velt því upp hvort kvikasilfureitrun hafi orðið eða að miltisbrandur hafi verið sendur í pósti til stöðvarinnar.

Það dregur ekki úr áhuga samsæriskenningasmiða á málinu að Sunspot er í aðeins tæplega 200 km fjarlægð frá Roswell sem hefur verið óþrjótandi uppspretta samsæriskenninga um fljúgandi furðuhluti og vitsmunaverur frá öðrum plánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum