fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Dagmar og vinkonur rökuðu af sér hárið – Lokkarnir verða að hárkollum fyrir langveik börn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. september 2018 12:00

Aníta Aðalsteinsdóttir, Dagmar Lilja Óskarsdóttir, Salvör Dalla Hjaltadóttir og Arna Ósk Arnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórar vinkonur, Aníta Aðalsteinsdóttir, Dagmar Lilja Óskarsdóttir, Salvör Dalla Hjaltadóttir og Arna Ósk Arnarsdóttir, rökuðu í síðustu viku af sér hárið til styrktar góðu málefni.

Þegar blaðamaður heyrði í einni þeirra, Dagmar Lilju, voru lokkarnir á leið í pósti til Bandaríkjanna til fyrirtækis heitir Locks of Love.

„Okkur langaði að gefa hárið okkar, af því við gátum ekki ímyndað okkur hvernig væri að vera litlar stelpur og ekki með hár,“ segir Dagmar Lilja og bætir við að vinkonurnar hafi hugsað þetta áður, en þá varð ekkert úr, en þær létu hins vegar slag standa í síðustu viku.

Fyrirtækið Locks of Love býr til hárkollur fyrir börn undir 21 árs aldri, sem misst hafa hárið vegna sjúkdóma. „Við erum ánægðar með að hafa gert þetta,“ segir Dagmar Lilja, en engin vinkvennanna þekkir einstakling sem glímt hefur við sjúkdóma sem valdið hafa því að hann hefur misst hárið.

Aníta Aðalsteinsdóttir, Dagmar Lilja Óskarsdóttir, Salvör Dalla Hjaltadóttir og Arna Ósk Arnarsdóttir

„Það eru allir ótrúlega ánægðir og alltaf verið að hrósa okkur,“ segir Dagmar Lilja aðspurð um hver viðbrögðin hafa verið hjá ættingjum og vinum. Hvetja vinkonurnar aðra til að gera sama, en nóg er að setja hárið í fléttu, klippa hana af og senda til fyrirtækisins, sem finna má frekari upplýsingar um hér.

Þrjár vinkvennanna voru með sítt hár, en ein ekki, en engu að síður eru lokkar þeirra allra á leið yfir til Bandaríkjanna.

Vinkonurnar eru allar í 10. bekk í grunnskólanum á Höfn, aðspurð um hvað taki við eftir námið segir Dagmar Lilja að þær langar allar til Reykjavíkur í frekara nám, en sjálfri langar henni í skóla í Danmörku að læra félagsfræði eða tengt nám.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta