fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Það er merki um hollustu að hafa köngulær á heimilinu

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 19:26

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öskur, óhljóð og skyndileg hræðsla. Þetta er það sem gerist oft þegar fólk finnur köngulær á heimilum sínum en svo undarlegt sem mörgum kann að finnast það þá ætti fólk frekar að brosa ef það finnur köngulær á heimilum sínum og fagna veru þeirra. Köngulær í húsum eru nefnilega til merkis um að þar sé heilbrigðisástandið gott.

Ef köngulær hreiðra um sig á heimilum þá er það vísbending um að manngerð eiturefni, eins og skordýraeitur, blý, PCB og DDT er ekki að finna á heimilunum, að sögn Lars Gunnarsen, prófessors hjá dönsku byggingarannsóknarstofnuninni.

Lítil skordýr éta ryk og því éta þau einnig þau eiturefna sem er að finna á heimilum. Eiturefnin safnast saman í líkama skordýranna, því þau geta ekki losað sig við þau, og því verður magn þeirra mjög mikið, svo mikið að köngulær sem éta þau deyja af völdum þess að sögn Gunnarsen.

„Lifandi könguló er því til merkis um að það er ekki of mikið af syndum fortíðarinnar – gömlum eiturefnum – í íbúðinni þinni.“

Köngulær eru nytjadýr að sögn Karl-Martin Vagn Jensen, hjá Árósaháskóla, en í samtali við Metroxpress sagði hann að þar sem þær éti maura, silfurskottur og flugur þá geri þær gagn með því að fjarlægja þessi dýr sem eru okkur yfirleitt til ama.

Þá eru köngulær á heimilum fólks einnig ákveðinn gæðastimpill á gæði lofts á heimilunum. Þær þrífast ekki þar sem er of þurrt og því eru lifandi köngulær til merkis um að loftið sé hæfilega rakt. Við mennirnir getum einfaldlega fengið okkur vatnsglas ef það er of þurrt heima hjá okkur en það geta köngulærnar ekki og því þrífast þær ekki þar sem er of þurrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.