fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Ólafía, Axel, Valdís og Birgir Evrópumeistarar í blandaðri liðakeppni

Arnar Ægisson
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 08:58

Valdis Jonsdottir, Olafia Kristinsdottir Axel Boasson and Birgir Hafthorsson of Iceland with thier gold medals. Mynd: Tristan Jones

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu sigri í gær á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni.

Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi og er hluti af meistaramóti Evrópu sem fram fer á tveimur stöðum í Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram.

Ólafía Þórunn og Axel voru saman í liði og Birgir Leifur og Valdís Þóra léku saman. Þau skiptust á að slá upphafshöggin á hverri holu og léku síðan einum bolta út holuna. Samanlagt skor beggja liða taldi í liðakeppninni.

Ísland lék á -3 samtals og en Bretland 2 var í öðru sæti, höggi á eftir.

Keppnisdagurinn var eftirminnilegur hjá íslensku kylfingunum. Birgir Leifur og Valdís hófu leik aðeins á undan liðsfélögum sínum. Það gekk á ýmsu á hringnum hjá Birgi og Valdísi – en frábær lokakafli kom Íslandi í vænlega stöðu. Valdís Þóra setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 18. holu úr erfiðri stöðu – eitt af höggum mótsins án efa.

Ólafía og Axel byrjuðu með miklum látum og fengu fjóra fugla í röð á fyrri 9 holunum. Þau léku af öryggi á síðari 9 holunum og tryggðu sigur Íslands með pari á lokaholunni.

Sannarlega stórkostlegur árangur hjá íslensku kylfingunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?