fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Ingibjörg Eyfjörð: „Það er eins og ég hafi misst eldmóðinn, dottið niður fjórar hæðir og lent beint á andlitinu“

Öskubuska
Föstudaginn 10. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Og það á besta tíma, um sumarið. Það er eitthvað sem margir hafa lent í. Ég ætlaði að gera svo mikið í sumar. Nei þið skiljið ekki – ég ætlaði að gera ALLT í sumar. Ég ætlaði í ræktina, ég hef bara farið 4 sinnum í allt sumar, ég ætlaði að klára ýmis verk heima, ég hálfkláraði nokkur sem ég var byrjuð á en það varð svo ekkert meira úr því, ég ætlaði pottþétt á þjóðhátíð,það gekk ekki eftir og svo ætlaði ég líka að vinna í garðinum. Nú nálgast sumarlok óðfluga sem þýðir skóli og vinna, og töluvert minni tími fyrir hlutina sem mig langaði að gera og hvað er ég búin að gera? Já heyrðu ég er ekki búin að gera rassgat, ég hef aðallega hugsað um það að sofa fram að næstu aldarmótum.

Að missa eldmóðinn

Ég hef haft nægan tíma, það er ekki málið. En það er eins og ég hafi misst eldmóðinn, dottið niður 4 hæðir og lent beint á andlitinu. Í staðin fyrir að gera alla þessa hluti sem ég ætlaði að gera, hvað gerði ég? Ekkert. Ég á meira að segja held ég 4 eða 5 hálfkláruð blogg sem ég hef ekki einu sinni komið mér í að opna til að reyna að skrifa eitthvað og þetta blogg er búið að taka mig góða eina og hálfa viku.

Ég lendi reglulega í þessu, þetta tengist ekkert endilega sumrinu. Það er ekki eins og það sé búið að vera 20 stiga hiti og sól í allt sumar svo ég hafi eytt sumrinu í sólbaði og það hafi verið of heitt til að koma nokkru í verk. Mér líður bara eins og útlimirnir á mér verði að blýi þegar ég hugsa til þess að þurfa að gera eitthvað, hvert skref verður þungt og ég sver ég finn hjartað á mér slá hraðar.

Að setja sér of há markmið

Ég held að ég sé bara að setja mér of há markmið, ég er að gera of stór plön og ætlast til of mikils af mér – og kannski mögulega er ég að gera það til að mér mistakist. Af hverju ætti ég að vilja að mér mistakist? Svo ég geti rakkað mig niður, svo ég geti sannað fyrir sjálfri mér að ég sé jafn metnaðarlítil og löt og ég held ég sé. En rökrétti parturinn af mér veit alveg að ég er það ekki.

Rökrétti parturinn af mér veit betur, ekki misskilja. En það er ekki rökrétti parturinn sem ræður í þessari lægð, þó hann öskri og gargi yfirgnæfir hann ekki bergmálið að ég sé ekki að gera nóg og ég sé hitt og þetta. Ég hef enn ekki fundið leið til að láta rökréttu hliðina ná yfirhöndinni nema bara sigla í gegnum þetta og vona að þetta hætti. Og ég ætla að gera nákvæmlega það, bara sigla með öldunum.

Færslan er skrifuð af Ingibjörg Eyfjörð og birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.