fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Íslenskir nasistar: Kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Kjaran

1916–1976

Birgir Kjaran var sá úr Flokki þjóðernissinna sem náði hvað lengst á pólitískum vettvangi en hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um átta ára skeið.

Í janúar árið 1933 bauð Birgir sig fram til formanns Framtíðarinnar, nemendafélags í Menntaskólanum í Reykjavík, og hafði þar sigur. Voru nemendafélög þá allflokkspólitískari en nú gengur og gerist.

Þremur mánuðum síðar var Þjóðernishreyfingin stofnuð og var snemma ljóst að Birgir veitti henni stuðning. Síðar varð hann virkur í Flokki þjóðernissinna. Þetta gátu menntskælingar ekki þolað og fór svo að samþykkt var vantrauststillaga á Birgi og honum steypt, sem er einsdæmi í sögu félagsins. Eftir stúdentspróf nam hann hagfræði við háskólana í Kiel og München í Þýskalandi.

Birgir gekk í Sjálfstæðisflokkinn og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 1950 til 1954 og á Alþingi árin 1959 til 1963 og 1967 til 1971.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost