fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Finnskir ferðamenn í lífsháska – Ekið á þá og barðir með skóflu – Náðu að verjast árásarmanninum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 17:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir finnskir ferðamenn, karl og kona, urðu fyrir grófri árás á laugardaginn þegar þeir voru á gangi eftir vinsælli gönguleið. Ekið var á karlmanninn og síðan réðst bílstjórinn á hann með skólfu og lamdi. Hann sneri sér síðan að konunni og réðst á hana.

Ferðamennirnir, sem bæði eru 33 ára, voru á gangi eftir hinni vinsælu Bibbulmum í vesturhluta Ástralíu þegar þetta gerðist. Árásarmaðurinn, 36 ára, ók pallbíl á karlmanninn, stökk síðan út og réðst á hann með skóflu. Því næst sneri hann sér að konunni. Þrátt fyrir meiðsli náði karlmaðurinn að standa upp og takast á við árásarmanninn og koma honum niður á jörðina. Þau náðu síðan að draga töluverðan mátt úr honum þegar konan lamdi hann með skóflunni. The West Australian skýrir frá þessu.

Bibbulman gönguleiðin vinsæla. Mynd:Wikimedia Commons

Vegfarandi kom Finnunum til aðstoðar og náðu þau þrjú að halda árásarmanninum föstum þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hann. Árásarmaðurinn og Finnarnir voru flutt á sjúkrahús en finnski karlmaðurinn hlauta alvarlega höfuðáverka við árásina.

Finnarnir þekktu ekki til árásarmannsins og höfðu aldrei hitt hann áður.

Árásarmaðurinn er nú í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um tilraun til manndráps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans