fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Anna Margrét í lífshættu vegna túrtappa – „Ég þurfti bókstaflega að læra að ganga upp á nýtt“

Auður Ösp
Föstudaginn 20. júlí 2018 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Margrét Baldursdóttir var 16 ára gömul þegar hún fékk svokallað eiturlost af völdum bakteríusýkingar (e. toxic shock syndrome).

Þó að um sjaldgæfa sýkingu sé að ræða þá er frásögn Önnu alls ekki einsdæmi en á dögunum birtist á vef DV.is saga 16 ára kanadískrar stúlku, Söru Manitoski. Sara var í skólaferðalagi í mars 2017 þegar hún fór að finna fyrir kviðverkjum. Hún lagðist til svefns og vaknaði aldrei aftur. Við krufningu kom í ljós að um TSS var að ræða.  Árið 2016 var tvítug ensk stúlka nær dauða en lífi eftir að hafa fengið TSS. Sýkingin fór að grassera í leggöngum stúlkunnar, Emily Pankhurst, eftir að hún gleymdi að skipta um túrtappa í níu daga.

Þekkt er að langtímanotkun á túrtöppum valdi sýkingunni en í tilfelli Önnu Margrétar var þetta þveröfugt: hún skipti of ört um túrtappa með þeim afleiðingum að það myndaðist þurrkur í leggöngunum, sem olli síðan umræddri sýkingu.

Skalf og táraðist

Anna Margrét bjó á þessum tíma á Ólafsfirði. „Þetta var í janúar árið 2008, þegar ég var í 10. bekk. Ég var búin að vera á blæðingum í frekar langan tíma, eða rúmlega mánuð. Mér leið eitthvað skringilega um morguninn og hélt að ég væri að verða eitthvað lasin en dreif mig samt í skólann. Þegar fyrsti tíminn var hálfnaður byrjaði ég að tárast og skjálfa og réð ekkert við mig. Sat bara skælandi og nötraði öll og vissi ekkert hvað var í gangi.“

Anna Margrét var í kjölfarið send á heilsugæslu þar sem engar útskýringar fengust á ástandi hennar. Var þá ákveðið að senda hana á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hún gekkst undir fjölmargar rannsóknir og var ákveðið að setja hana í einangrun í varúðarskyni. Það reyndist henni til happs að vakthafandi læknir á sjúkrahúsinu hafði áður meðhöndlað sjúkling með TSS og þekkti því einkennin. Á sama tíma var Anna Margrét nálægt því að fá blóðþrýstingsfall og var hluti líkama hennar orðinn alhvítur.

„Það var farið með mig beint upp á gjörgæsludeild og ég skoluð að innan og settur upp leggur í stóru æðina í hálsinum. Ég var á gjörgæslu í fimm sólarhringa.“

Á einum tímapunkti leit út fyrir að Anna Margrét færi í öndunarbilun og öll líffærin hættu að starfa. Tappa þurfti af öðru lunganu því það féll saman. Eftir fimm daga á gjörgæslu tóku við aðrir fimm dagar á barnadeild sjúkrahússins, enda var Anna Margrét ekki orðin 18 ára á þessum tíma. Eftir það tók við löng endurhæfing.

„Ég þurfti bókstaflega að læra að ganga upp á nýtt með hjálp göngugrindar. Ég var með rosalegan bjúg, eiginlega eins og tröllskessa, og ég man að naflinn var eins og strik á maganum. Þar að auki missti ég allt þol. Ef ég fór út í vind átti ég erfitt með að anda,“ segir Anna Margrét en fyrir veikindin hafði hún æft gönguskíði og bjó þess vegna að því að vera með gott þol. Það var henni til happs, að sögn læknis á spítalanum.

Enn í dag glímir hún við eftirköst sýkingarinnar, til dæmis veikt ónæmiskerfi, og þá er talið að vefjagigt sem hún glímir við sé að einhverju leyti tilkomin vegna þessa.

„Ég vil bara að stelpur og konur séu meðvitaðar um  að þetta geti gerst og að þetta geti verið lífshættulegt. Það eru því miður ekki allir sem vita það. Ég er heppin að vera á lífi í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda