fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kolbrún Gígja sakfelld fyrir líkamsárás: Réðst á konu inni á reykherberginu á Bjarna Fel – Sagðist ekki hafa verið á staðnum

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 15:39

Skemmtistaðurinn Bjarni Fel í Austurstræti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

25 ára kona, Kolbrún Gígja Björnsdóttir, var í gærdag sakfelld fyrir líkamsárás á aðra konu en árásin átti sér stað á skemmtistaðnum Bjarna Fel í mars árið 2015. Ákvörðun um refsingu var hins vegar frestað, meðal annars á þeim forsendum að gallar voru á rannsókn málsins hjá lögreglu. DV greindi frá málinu á sínum tíma.

Konan sem varð fyrir árásinni fór fram á rúmlega 700 þúsund krónur í miska og þjáningarbætur frá Kolbrúnu. Kolbrún neitaði sök frá upphafi en framburður hennar þótti óstöðugur fyrir dómi. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst hún ekki hafa verið á staðnum þetta kvöld. Aðspurð um þann framburð síðar meir sagðist hún muna illa eftir atburðarásinni þetta umrædda kvöld.

Í ákæru kemur fram að Kolbrún hafi ráðist á konuna með því að rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í gólfið þar sem hún veittist meðal annars að konunni með því að slá og sparka í höfuð hennar og háls. Afleiðingarnar voru þær að fórnarlambið missti meðvitund og hlaut mar á vinstra heilahveli, brot á málbeini, einkenni heilahristings, dreifða yfirborðsáverka í andliti og hrufl á hné.

Konan sem varð fyrir árásinni leitaði  ásjár hjá lögreglumönnum sem voru í Austurstræti eftir árásina og sagðist hafa verið lamin á skemmtistaðnum. Sagði hún að  hún og vinur hennar hefðu verið stödd í reykherbergi skemmtistaðarins. Dökkhærð stelpa hafi komið og lamið hana en við það hafi hún fallið í gólfið og fengið höfuðhögg. Sagðist hún ekki geta lýst árásaraðilanum en rætt var við þrjú vitni á staðnum en tvö þeirra könnuðust við gerandann. Konan lagði í kjölfarið fram kæru vegna árásarinnar 31. mars 2015 og lýsti aðdraganda hennar. Nafngreindi hún þá árásaraðilann, Kolbrúnu.

Rætt var við tvo menn sem voru í fylgd með konunni sem varð fyrir árásinni þetta kvöld. Þá var einnig rætt við dyravörð staðarins. Sannað þótti með framburði þeirra þriggja fyrir dómnum að Kolbrún var inni á skemmtistaðnum þetta kvöld og komið hefði til átaka á milli hennar og konunnar. Fyrir dómi sögðust þó mennirnir báðir muna atvik illa eða ekki hafa séð alla atburðarásina. Óljóst var hjá vitnunum þegar borinn var undir þau framburður þeirra hjá lögreglu hvort atvik í reykherbergi hefði verið aðdragandi þess er síðar gerðist. Þá var ekki ljóst hve margir voru viðstaddir. Allir hlutaðeigandi kváðust hafa verið undir áhrifum áfengis umrætt sinn og sumir verulegum.

Kolbrún neitaði sök fyrir dómnum. Bæði Kolbrún og unnusti hennar  sögðust hafa verið heima hjá sér þegar árásin átti sér stað en dómurinn taldi það ótrúverðugt miðað við framburð dyravarðarins.

Fram kemur í dómnum að framburður konunnar um að Kolbrún hefði rifið í hár hennar og dregið hana niður í gólfið fái stoð af framburði vitna. Hins vegar þótti ekki sannað með gögnum málsins og framburði vitna að Kolbrún hefði  í kjölfarið veist konunni með því að slá og sparka í höfuð hennar og háls með þeim afleiðingum líkt og segir í ákærunni. Taldi dómurinn ljóst að að fleirum var til að dreifa þegar konan varð fyrir árásinni.

Þá leit dómurinn til þess að konan sem varð fyrir árásinni gat ekki lýst árásaraðilanum nema háralit hans og byggði konan því tilgátu sína um að Kolbrún hefði verið að verki á upplýsingum annars staðar frá.

Í niðurstöðu dómsins kemur einnig fram að ákæruvaldinu sé um að kenna að skortur var á sönnunargögnum í málinu. Rannsókn málsins var ekki fylgt eftir á vettvangi og síðar, með þeim hætti sem æskilegt var til að tryggja sönnun.  Litið var til þess að verulegur óútskýrður dráttur varð á rannsókn málsins, sem var þó hvorki flókið né umfangsmikið. Þótti því rétt að fresta ákvörðun refsingar og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi Kolbrún almennt skilorð. Hún hefur ekki áður gerst sek um ofbeldisbrot. Þá er henni einnig gert að greiða fórnarlambi árásarinnar 150 þúsund krónur í miskabætur, og auk þess rúmlega 300 þúsund krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“