fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Morðinginn Matti var sérfræðingur í flótta

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matti Haapoja er þekktasti raðmorðinginn í sögu Finnlands þrátt fyrir að vera aðeins dæmdur fyrir tvö morð en hann var uppi á síðari hluta 19. aldar. Talið er að fórnarlömb hans séu á bilinu 22 til 25.

Fyrsta þekkta drápið framdi hann árið 1867 þegar hann stakk drykkjufélaga sinn. Eftir þetta hófst blóðugur og umtalaður glæpaferill hans fyrir alvöru því að Matti hafði lag á því að sleppa úr fangelsum og brjóta þá aftur af sér.

Árið 1880 var hann sendur í fangabúðir til Síberíu en hélt þá áfram að drepa og var sendur til austur-Síberíu. Þaðan slapp hann aftur til Finnlands árið 1890 og eitt af hans fyrstu verkum í heimalandinu var að myrða vændiskonu.

Sögur af glæpum Matti voru mikið á síðum finnsku dagblaðanna, þjóðsögur spruttu upp og söngvar voru samdir um verknaði hans. Í seinni tíð hafa þrjú leikrit verið sett á svið um líf Matti.

Í einni flóttatilrauninni árið 1894 drap hann fangavörð en lenti svo í vandræðum og sá að hann kæmist ekki burt. Þá reyndi hann að taka eigið líf með því að stinga sig með hníf. Þegar hann hafði náð sér af stungusárinu þremur mánuðum síðar kláraði hann verkið með því að hengja sig klefanum þar sem hann beið réttarhalda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“