fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Sport

Silfurverðlaunahafinn er ekki tilbúin til að deyja strax

Marieke Vervoort þjáist af ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2016 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marieke Vervoort vann til silfurverðlauna í hjólastólakappakstri á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro á dögunum. Marieke þjáist af ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómi sem að lokum mun draga hana til dauða.

Áður en að því kemur ætlar Marieke að velja líknardauða, en árið 2008 skrifaði hún fyrst undir nauðsynlega pappíra þar að lútandi. Getgátur voru uppi í belgískum fjölmiðlum að hún myndi láta verða af þessum áformum sínum eftir Ólympíumótið, en Marieke segist ekki vera tilbúin til að deyja strax.

„Ég nýt hvers augnabliks, enn sem komið er,“ sagði hún á blaðamannafundi, en Marieke vann sem áður segir til silfurverðlauna í 400 metra hjólastólakappakstri.

„Þegar augnablikið kemur, þegar ég mun eiga fleiri slæma daga en góða, þá er ég með pappírana til taks. En sá tími er ekki kominn,“ sagði hún.

Líknardauði er sem kunnugt er löglegur í Belgíu. Marieke er 37 ára gömul en hún greindist með sjúkdóminn þegar hún var fjórtán ára. Sjúkdómurinn getur verið sársaukafullur og veldur hann meðal annars tímabundinni lömun og svefnleysi.

Síðan hún greindist hefur líf hennar verið stanslaus barátta, en hún hefur ekki látið sjúkdóminn aftra sér frá því að verða afreksmaður í íþróttum. Hún vann til tvennra verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum árið 2012; gull í 100 metra hjólastólakappakstri og silfur í 200 metra kappakstri.

Æfingarnar og keppnirnar hafa þó tekið sinn toll og sagði hún við blaðamenn í Rio að keppnin í ár hefði verið hennar síðasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“