fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Arnar Bjarni búinn að ganga 220 kílómetra til að veiða Pokémon

Næturnar reynast afar vel – Ætlar að verða sá fyrsti til að ná þeim öllum

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 1. ágúst 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er kominn með 125 tegundir og markmiðið er að vera fyrstur hérlendis til þess að fylla „dex-ið“,“ segir Arnar Bjarni Arnarsson, tvítugur Pokémon-þjálfari. Sannkallað Pokémon-fár hefur gripið heimsbyggðina alla og á höfuðborgarsvæðinu má sjá fólk á öllum aldri niðursokkið í snjallsímana í leit að vasaskrímslum, sem það reynir að klófesta.

Alls eru til 151 tegundir í þessari fyrstu útgáfu leiksins en nýlega bárust fregnir af því að Bandaríkjamaður hafi klófest allar þær verur sem fáanlegar eru þar í landi. Arnar hyggur á hið sama hérlendis, en veit af nokkrum spilurum sem narta í hælana á honum. Eftir ítarlega úttekt DV á stöðu mála er ekki annað að sjá en að Arnar Bjarni sé fremstur meðal jafninga, enn um sinn.

Aðspurður hvað sé leyndarmálið þá segir Arnar að eggin séu að reynast honum mikilvæg. Til útskýringar fyrir þá sem koma af fjöllum þá er ekki aðeins hægt að veiða Pokémona heldur er einnig hægt að láta þau klekjast út úr eggjum. Til þess þarf viðkomandi að labba eða hjóla og eftir tvo, fimm eða tíu kílómetra klekjast út pokémonar. Arnar Bjarni hefur gengið um 220 kílómetra síðan hann hóf að spila leikinn.

„Ég verð reyndar yfirleitt fyrir vonbrigðum nú orðið því yfirleitt fæ ég Pokémona sem ég á fyrir,“ segir Arnar Bjarni og gefur í skyn við blaðamann að hann muni bugast ef enn einn „Krabby“ bíði hans í næsta eggi.

Þá hafa næturnar reynst Arnari Bjarna vel. „Ég hef lengst verið til sex um morguninn að labba og taka yfir „pokegyms“,“ segir Arnar Bjarni. Um er að ræða stöðvar þar sem þjálfarar berjast með vasaskrímslunum sínum. Mikil samkeppni ríkir um þessar stöðvar en óhjákvæmilega er sú samkeppni lítil sem engin þegar flestir eru sofandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Í gær

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann