fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Afskipti höfð af manni í lögreglubúningi með tækjabelti og kylfu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. júní 2018 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af ungum manni við heimili sitt í Austurborginni. Tilkynnt hafði verið um manninn að ganga um götuna með kylfu í hendi. Maðurinn var í annarlegu ástandi, íklæddur lögreglufatnaði með tækjabelti og kylfu. Fatnaður og búnaður var haldlagt.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að upp úr klukkan fimm í gærdag var maður handtekinn í Hlíðahverfi, grunaður um hótanir og brot á vopnalögum. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Um kvöldmatarleytið í gær var bíl ekið á vinnuvél á Reykjanesbraut norðan við Arnarnesveg. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Bílvelta varð laust fyrir klukkan eitt í nótt við Vesturhóla. Engin meiðsl urðu á fólki en par var handtekið á vettvangi grunað um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Parið var vistað í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Bíllinn var fluttur af vettvangi með dráttarbíl.

Eldur kviknaði í bíl í Hraunbæ á fjórða tímanum í nótt. Lögregla og slökkviðlið voru kölluð á vettvang en ekki er vitað um eldsupptök. u lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“