fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Jo Nesbø á spítala og tónleikaferð í uppnámi

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski glæpasagnakóngurinn Jo Nesbø var hraðað á spítala vegan veikinda þegar hann var á tónleikaferð um Noreg en hann er einnig söngvari hljómsveitarinnar Di Derre.

„Við vonumst til þess að Jo nái fljótum bata til að tónleikaferðin geti haldið áfram. Jo varð fyrir miklum vonbrigðum með því að þurfa að fresta tónleikunum“ sagði Lisbeth Wiberg Olsen, umboðsmaður, í samtali við Telemarkavisa eftir að tónleikum hljómsveitarinnar á Skien Live hátíðinni var aflýst.

„Við biðjumst innilegrar velvirðingar, en vegna veikinda sem báru brátt að, þurfti Jo Nesbø að leggjast inn á spítala og öllum tónleikum sem skipulagðir voru um helgina hefur verið aflýst.”

Ekki er vitað hvaða veikindi krimmakóngurinn berst við en samkvæmt norska ríkisútvarpinu þá er hann á batavegi eftir að hafa fengið rétta lyfjagjöf.

Jo Nesbø er 58 ára gamall og hefur getið sér gott orð fyrir glæpsögurnar um Harry Hole og fleiri. Hann hefur einnig gefið út fjölda barnabóka, til dæmis um Doktor Proktor. Bækur hans hafa verið þýddar á fjörutíu tungumál og selst í um fjörutíu milljón eintökum. Hann hefur einnig starfað sem blaðamaður, hagfræðingur og spilaði knattspyrnu með úrvalsdeildarliðinu Molde FK á yngri árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker