fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Hvað segir systirin? „Hulda er vinur vina sinna“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Bjarnadóttir fjölmiðlakona er forstöðumaður þróunarsviðs Árvakurs. Hún er eitt af andlitum útvarpsstöðvarinnar K100, sem er ein sú vinsælasta í dag. DV heyrði í systur Huldu, íþróttafræðingnum og kennaranum Bjarneyju, og spurði: Hvað segir systirin?

„Hulda er ótrúlegt eintak, ég skil stundum ekki hvernig hún fer að öllu því sem hún er að gera. Hún er allt í öllu alls staðar og virðist vera algjörlega ómögulegt að segja nei við einhverju. Fyrir utan að vera alltaf með nokkur verkefni í gangi í vinnunni, með saumaklúbbnum, í aðalstjórn Fram, með golfklúbbnum, þá ákvað hún að taka þátt í Landvættaprógramminu ofan á allt saman og er að standa sig eins og hetja í því. Hún gefur sér samt alltaf tíma fyrir fjölskylduna og erum við mjög samheldin og reynum að hittast alltaf þegar færi gefst.

Að alast upp sem litla systir hennar var þó ekki alltaf dans á rósum þar sem hún vildi oftar en ekki fá að ráðskast með mig, og henni var ekkert óviðkomandi! Við hlæjum enn að því (mér fannst það samt ekki fyndið þá!) þegar hún sparkaði í rassinn á mér í klossum (þetta var fyrir tíma Crocs) af því að ég var í RAUÐUM sokkum! Og það var víst óásættanlegt, en þar sem ég lét illa að stjórn og harðneitaði að skipta um sokka þá uppskar ég þetta bylmingsspark í rassinn. Við erum þó góðar vinkonur í dag og getum alltaf leitað til hvor annarrar. Hún reynir af og til ennþá að hafa vit fyrir litlu systir sinni en það hefur ekki jafn afdrifaríkar afleiðingar þó að ég kjósi að fara mínar eigin leiðir þrátt fyrir góðar ráðleggingar.

Hulda er sannarlega vinur vina sinna og alltaf boðin og búin þegar á þarf að halda. Hún hefur reynst mér og syni mínum gríðarlega vel og mun ég aldrei geta þakkað henni nægilega fyrir það. Hún hefði stundum gott af því að hægja aðeins á, en maður sér hana samt ekki fyrir sér öðruvísi en á yfirsnúningi við að gera og græja hitt og þetta, það er bara hún í hnotskurn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park