fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Guðni slær í gegn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. ágúst 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli megi ekki segja að Guðni Th. Jóhannesson hafi slegið í gegn fyrstu dagana sem forseti Íslands?

Það kemur reyndar ekkert sérlega á óvart, ég spáði því að ánægjan með hann myndi fljótt fara upp í háa prósentutölu. Guðni hefur mestanpart verið hann sjálfur, alþýðlegur, hispurslaus, frjálslegur og frjálslyndur, laus við að vera uppstrílaður eða með sýndarmennsku.

Þetta er dálítið annað en síðustu vikurnar í kosningabaráttunni. Þar var Guðni varla nema svipur hjá sjón, enda hrundi af honum fylgið. Hann virkaði stífur og ráðvilltur, átti greinilega erfitt með að höndla miklar og rætnar árásir á sig, kunni illa að bregðast við slíku.

Að sumu leyti fannst manni þá daga eins og Guðni væri kannski of „góður gæi“ til að standa í þessu. Of mikill „sómamaður“ eins og ég sá það orðað á einum stað.  En nú þegar hann er kominn í embættið fær hann að skína. Guðni virðist kunna ágætlega við sig, og það er auðvitað ekki alveg sjálfgefið. En manni sýnist að honum líki vel að vera innan um fólk og eigi gott með samskipti við það. Áreitið í svona starfi getur náttúrlega verið býsna mikið.

Fólk í háum embættum getur fljótt orðið snobbi og tildri að bráð, eins og við höfum mörg dæmi um. Síðustu forsetar voru ekki alveg lausir við slíkt. Maður veit auðvitað aldrei, en manni sýnist að Guðni eigi að geta stýrt framhjá þessu. Í því sambandi væri ágætt að hætta alveg að nota hinn asnalega titil „herra“ um forsetann og láta af þeim sið að fólk standi upp þegar hann gengur inn í sali og samkomuhús.

 

e8485e4163-650x433_o-640x426

Guðni forseti ávarpar gleðigönguna í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“