fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Sóknarfæri í óperunni

Bjarni Thor Kristinsson syngur víða um heim – Hefur umsjón með óperugala í Hörpu – Ekki einfalt að flytja óperur í Hörpu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 14. ágúst 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er stranglega bannað að gefa neinn afslátt af gæðunum þegar menningin er poppuð upp. Með þessu hugarfari bjó ég til dagskrána,“ segir Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari um Óperugala um sumar sem flutt verður næstkomandi sunnudag klukkan 16 í Kaldalóni í Hörpu. Þar syngja Lilja Guðmundsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran, Egill Árni Pálsson tenór og Kristján Jóhannesson barítón og um píanóundirleik sér Antonía Hevesi. „Þessi dagskrá hefur verið haldin fjórum sinnum við frábærar viðtökur og verður nú flutt í fimmta og síðasta sinn,“ segir Bjarni. „Í raun er sýningin okkar hálfgert óperuuppistand því í bland við áhugaverðar staðreyndir þá sprella söngvararnir allan tímann, rífast, gera grín hver að öðrum og taka sig sjálfa ekki of hátíðlega.“

Þrætuepli í samfélaginu

Skjáskot úr frægum sjónvarpsþætti þar sem deilt var um hlutverkaskipan í Brúðkaupi Fígarós.
Guðrún Á. Símonar Skjáskot úr frægum sjónvarpsþætti þar sem deilt var um hlutverkaskipan í Brúðkaupi Fígarós.

Dagskráin er sem sagt fjölbreytt og auk söngsins eru fluttar hljóðupptökur og sýndar myndir og upptökur úr sjónvarpi. „Ég lagðist í töluverða heimildavinnu við samsetningu dagskrárinnar og kynnti mér sögu óperuflutnings á Íslandi sem er bæði viðburðarík og örstutt í senn, en fyrsta óperusýning á Íslandi var árið 1937,“ segir Bjarni. „Þetta er spennandi og dramatísk saga og margt hefur verið mjög umdeilt eins og fjallað er um í dagskránni. Það hefur til dæmis oft verið rifist um hlutverkaskipan. Frægar eru deilurnar í Þjóðleikhúsinu þegar Guðlaugur Rósinkranz réð eiginkonu sína til að syngja eitt erfiðasta hlutverkið í Brúðkaupi Fígarós. Guðlaugur vildi meina að greifynjan gæti ekki verið kona á miðjum aldri í þéttari kantinum en Guðrún Á. Símonar var alls ekki sammála því. Þetta mál var stórt þrætuepli í samfélaginu og götur Reykjavíkurborgar tæmdust þegar sjónvarpið sýndi umræðuþátt þar sem Guðlaugur og Guðrún tókust á. Við sýnum brot úr þessum þætti í sýningunni.“

Skipir útlit söngvara máli í óperuuppfærslum?

„Það gerir það í meira mæli en áður. Fyrst og fremst verður söngvarinn auðvitað að geta sungið hlutverkið en oft er valið eftir útliti úr hópi þeirra sem það geta. Iðulega er þetta réttlætanlegt því söngvari þarf að vera trúverðugur í hlutverki sínu og það eru eldri söngvarar ekki fyllilega í hlutverki ungs fólks. En svo er þetta stundum eins og í bíómyndunum þar sem það kemur fyrir að manni blöskrar að allir skuli þurfa að vera sætir og fallegir, það er ekki sérstaklega raunverulegt.“

Bjarni hefur einnig umsjón með dagskrá sem er einkum ætluð erlendum ferðamönnum og nefnist Perlur íslenskra sönglaga. Tónleikarnir hafa verið fastur liður í sumardagskrá Hörpu frá opnun hússins og hafa að sögn Bjarna notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna auk þess sem fjöldi söngvara og píanista hefur með þessu móti fengið að koma oftar fram.

Mörg sóknarfæri

Bjarni, sem er bassasöngvari, er búsettur hér á landi en syngur í óperuhúsum víða um heim. Hann er spurður um stöðu óperutónlistar á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá held ég að sóknarfærin séu mörg. Flutningur óperunnar í Hörpu var og er ekki einfalt verkefni,“ segir hann. „Það er erfitt að setja upp sýningar þar sem þarf 1.500 áheyrendur í hvert skipti til að að fylla húsið auk þess sem það hentar ekki öllum óperum að vera fluttar í svo stóru rými. Mér finnst reyndar oft hafa tekist mjög vel til en ég finn að margir sakna sömu upplifunar og í Gamla bíói þótt það hús hafi að mörgu leyti verið gallað.

Í sjálfu sér hef ég enga lausn á því. Ég sé ekki að óperan fari úr Hörpu og eitthvert annað. Einhverjir hafa nefnt Þjóðleikhúsið og segja að margar óperur eigi fremur heima þar en í Eldborgarsalnum. Þótt Eldborgarsalurinn sé frábær tónleikasalur þá er hann ekki leikhús. Það þarf ansi útsjónarsaman og góðan leikmyndahönnuð og frábæran leikstjóra til að Eldborg gangi alltaf upp sem óperuhús, en vissulega er það hægt.“

Hafa Íslendingar áhuga á óperutónlist?

„Það er ekki hægt að beita þeim rökum að óperur séu ekki nógu vinsælar og þess vegna eigi ekki að styrkja uppsetningu á þeim nema takmarkað. Fólk kæmi oftar á óperusýningar ef meira væri í boði.“

„Enginn spurning. Þeir vita það bara ekki allir sjálfir ennþá. Við óperusöngvarar á Íslandi glímum við þá staðreynd að óperur eru ekki beint í tísku. Maður heyrir marga segja að þeim þyki óperur leiðinlegar þótt þeir hafi aldrei séð þær fluttar! Það er hlutverk Íslensku óperunnar, stjórnar hennar og óperustjórans að finna leiðir til að gera óperuna aðgengilegri. Stór þáttur í þessu er líka fjársvelti. Óperan fær hlutfallslega mjög lítinn pening. Það er ekki hægt að beita þeim rökum að óperur séu ekki nógu vinsælar og þess vegna eigi ekki að styrkja uppsetningu á þeim nema takmarkað. Fólk kæmi oftar á óperusýningar ef meira væri í boði.“

Verkefnin framundan hjá Bjarna eru sannarlega næg. „Næsta vetur syng ég Brottnámið úr kvennabúrinu bæði í Kassel og Düsseldorf. Þá er ég í Parsifal í Amsterdam og Rósariddaranum í Peking. Á næstu árum eru síðan uppfærslur m.a. í Köln og Napóli og svo ætla ég að syngja hlutverk Óðins í Hring Wagners í Þýskalandi en það verkefni teygir sig fram til ársins 2022.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar