fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Omotrack gefur út nýtt lag: Eþíópíuferð skilaði af sér Hippo trip

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. maí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir mynda bandið Omotrack. Þeir hafa spilað og samið saman tónlist frá því að þeir voru litlir. Þeir ólust upp í Eþíópíu í litlu þorpi sem heitir Omo Rate, en þaðan er nafnið Omotrack komið.

Auk þeirra eru fjórir blástursleikarar sem gera Omotrack-soundið enn líflegra. Þeir gáfu út plötuna „Mono & Bright“ árið 2016 en nú er ný plata á leiðinni.

Hippo Trip er fyrsta lagið sem kemur út af væntanlegri plötu, en það fjallar um flóðhestaferð í Eþíópíu. Þeir bræður heimsóttu Eþíópíu fyrir stuttu og einn daginn datt þeim í hug að skella sér í flóðhestaferð sem reyndist hægara sagt en gert. Á fyrsta staðnum þar sem boðið var upp á slíkar ferðir var þeim sagt að hægt væri að fara í ferð daginn eftir. Næsta dag var þeim lofað báti eftir örfáar mínútur. Eftir miklu fleiri en örfáar mínútur komust þeir að því að enginn bátur væri á leiðinni og gáfust þeir því upp á þessum stað. Þriðja daginn var stefnan sett á annan stað og þar var þeim lofað að hægt væri að sjá flóðhesta. Loks kom bátur og ferðin hófst, sól á lofti og allir í góðu skapi. Þriggja daga flóðhestaferðin endaði á því að þeir bræður fengu að sjá nokkur lítil fjólublá flóðhestaeyru syndandi um vatnið. Var ferðin þess virði? Heldur betur, hún skilaði af sér laginu Hippo Trip.

Fleiri upplýsingar um Omotrack má fá á heimasíðu þeirra, Facebooksíðu og Instagram.

Hægt er að hlusta á Hippo Trip, og önnur lög með Omotrack, á Spotify og öllum helstum veitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar