fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Nú er hægt að leggja samsæriskenningarnar á hilluna – Hitler dó í Berlín og flúði því ekki til Suður-Ameríku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 21:00

Hver borgar 150 milljónir fyrir úr sem Hitler átti?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hafa samsæriskenningar verið á lofti um að Hitler hafi ekki framið sjálfsvíg á lokadögum síðari heimsstyrjaldarinnar og hafi flúið til Suður-Ameríku í kafbát og haldið sig þar eftir stríð. En nú ætti að vera óhætt að leggja þessar samsæriskenningar á hilluna ef miða má við rannsókn franskra vísindamanna. Þeir segja að Hitler hafi dáið í Berlín á lokadögum stríðsins og hafi því ekki farið lönd né strönd.

Frönsku vísindamennirnir fengu aðgang að kjálkabeini sem er í vörslu Rússa. Kjálkabeinið hefur verið í vörslu sovésku og síðar rússnesku leyniþjónustunnar síðan á fimmta áratugnum. Með því að bera kjálkabeinið saman við tannlæknaskýrslur Hitlers komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að kjálkabeinið er úr Hitler. Rétt er að hafa í huga að rugla kjálkabeininu ekki saman við höfuðkúpu með skotgati sem er einnig varðveitt í Moskvu en hugsanlegt er talið að höfuðkúpan sé af konu.

Vísindamennirnir hafa birt niðurstöður rannsókna sinna í vísindaritinu European Journal of Internal Medicine.

Niðurstaða rannsóknarinnar styður einnig við hina opinberu sögu um að Hitler hafi tekið blásýru og skotið sig í höfuðið í neðanjarðarbyrgi sínu í Berlín. Því næst hafi SS-hermenn hellt bensíni yfir lík hans og brennt það.

Sovéskir hermenn fundu síðan líkamsleifarnar sem höfðu verið grafnar í skyndingu. Kjálkabeinið var flutt til Moskvu þar sem það hefur verið geymt bak við lás og slá hjá leyniþjónustustofnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið