fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Ruddist inn í hús vopnaður öxi og réðst á konu – 9 ára stúlka náði að flýja yfir í næsta hús og kalla eftir aðstoð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. maí 2018 05:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugrekki og kraftur níu ára stúlku varð líklegast til þess að móðir hennar lét ekki lífið í grófri árás á heimili þeirra mæðgna. Það var aðfaranótt föstudags í síðustu viku að grímuklæddur maður, vopnaður öxi, réðst inn á heimili þeirra og á móður stúlkunnar. Lögreglan segir að árásin hafi verið óvenjuleg og einstaklega gróf. Konan, sem er 43 ára, býr í Greve í Danmörku og átti hún sér einskis ills von þessa nótt.

Skömmu fyrir klukkan þrjú um nóttina réðst grímuklæddur maður inn á heimili hennar og réðst á hana með öxi. Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins þá náði stúlkan að flýja til nágranna sem hringdu strax í lögregluna. Áður réðst maðurinn á stúlkuna og sló hana í andlitið.

Maðurinn veitti konunni alvarlega áverka. Hann braut báða handleggi hennar, fótlegg, rifbein og slagæð í höfði rofnaði þegar hann lamdi hana í höfuðið með öxinni. Konan lifði árásina aðeins af af því að hún varðist kröftulega.

Undirréttur í Hróarskeldu hefur úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 7. júní. Hann er fertugur og segir Ekstra Bladet að hann hafi átt í ástarsambandi við konuna þar til nýlega þegar hún sleit sambandinu. Maðurinn neitar allri sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið