fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Aníta Ósk hefur lent í aðkasti vegna nauðgunar sem hún varð fyrir: „Fólk telur mig vera lygahóru sem vantar athygli, þetta er lifandi helvíti“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 11. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Ósk hefur lent í aðkasti frá því hún ákvað að tala opinberlega um nauðgun sem hún varð fyrir. Vinafólk, ættingjar og kærasta mannsins hafa fylgst með ferðum hennar síðan hún greindi frá ofbeldinu sem hann beitti hana.

„Ég greindi frá nauðgun sem ég varð fyrir á Snapchat og í kjölfarið var mikið sett út á mig og ég brotin niður. Allt fólk sem tengdist honum á einn eða annan hátt var farið að fylgjast með mér,“ segir Aníta í bloggfærslu sinni.

Leikur sig fullkomin í allra augum

Í kjölfar þess að Aníta greindi frá sögu sinni sem fjallað var um í DV heyrði hún af því að fleiri kærur væru komnar á geranda hennar og segir hún að það hafi létt mikið af henni.

„Vonandi mun það verða til þess að hann fái sína refsingu fyrir öll sín ógeðslegu sjúku brot, áreiti og nauðganir. Þetta er maður sem leikur sig svo fullkomin í allra augum og enginn trúir svona hegðun upp á hann. Vonandi opnast augu fólks þegar það sér svart á hvítu hver hann er í raun og hann fer á bak við lás og slá.“

Fyrir stuttu fékk Aníta tilkynningu um að hún ætti póst frá lögfræðingi sem hún vissi ekki hvað gæti verið.

„Um leið og ég opnaði póstinn þá áttaði ég mig á því að lögfræðingur geranda míns var að senda mál á mig. Ég sýndi lögfræðingi mínum málið sem höfðað var gegn mér, hann hló af bréfinu og sagði mér að hafa engar áhyggjur. Það væri ekkert vit í því sem stóð í bréfinu. Það sem kom Anítu hvað mest á óvart og lögreglunni sem hún ræddi við líka var það að lögfræðingur geranda hennar vildi að hún myndi biðja hann opinberlega afsökunar á Facebook status með því að nafngreina hann. En ég hef aldrei nafngreint hann opinberlega áður.“

Aníta ákvað að skrifa ekki opinberlega afsökun til geranda síns enda er kæruferli hennar enn í gangi og skýrslutökum lokið.

„Ég hefði kannski bara átt að gera það, kannski langaði honum að allir vissu hver hann væri en ég ákvað að taka ekki þátt í því. Frá því að skýrslutökurnar fóru af stað hef ég verið með kvíðahnút í maganum og verið hrædd um að einhver sem hann þekkir eða jafnvel hann sjálfur muni koma og meiða mig. Ég hef ekki þorað að fara neitt ein nema með símann við hönd og varan á.“

Kærasta gerandans réðst að Anítu og reif í hana

Á dögunum lenti Aníta í aðkasti frá kærustu gerandans og konu sem vann í versluninni sem þær voru staddar í.

„Ég fór með litlu frænkur mínar að versla því við vorum að fara að baka. Ég sé kærustu hans þarna og áður en ég veit af er hún komin upp að mér með skæting og stæla. Hún ræðst að mér og rífur í mig en ég reyni að snúa mér frá og segja henni að fara. Hún var stödd með barnið sitt með sér og konan á kassanum neitaði að hjálpa mér. Ég komst að því stuttu seinna að þær tvær þekkjast.“

Aníta segist heppin að hafa fólk í kringum sig sem stendur með henni alla daga.

„Ég get leitað til þeirra þegar ég er brotin í mínum grát, kvíða og reiðiköstum. Þetta er lifandi helvíti alla daga, sérstaklega þar sem við búum í sama litla bæjarfélaginu þar sem allir þekkja alla. Af því að hann spilar sig næs þá trúir fólk því ekki að hann geri svona og telur mig vera lygahóru og ógeð sem vantar athygli. Þau eru bara blind af bullinu í honum en ég vona að þau opni augun einn daginn.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.