fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Starfsfólk Hard Rock leitar til Eflingar: Stelpurnar þurfa að klæðast „óþægilegum og ósmekklegum“ kjólum í vinnunni

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. maí 2018 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling-stéttarfélag fékk í gær kvartanir frá félagsmönnum þess hjá Hard Rock Café í Reykjavík, en tilefni þeirra voru breytingar á reglum fyrirtækisins um klæðaburð kvenna á vinnustaðnum.

Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér vegna málsins kemur fram að hingað til hafi konur á vinnustaðnum klæðst skyrtum og buxum, líkt og karlar, en nú krefjist fyrirtækið þess að þær klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna.

DV fjallaði um málið í gær í kjölfar umræðu sem kviknaði í Facebook-hópi Femínistaspjallsins. „Þetta dæmi er náttúrulega grímulaus kvenfyrirlitning og kynþokkavæðing á stúlkum og konum,“ sagði til dæmis einn meðlimur hópsins.

Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir að Efling berjist gegn hvers kyns misrétti á vinnumarkaði og taki allar ábendingar og kvartanir um mismunun alvarlega. Leifur segir að þessar breytingar hjá Hard Rock hafi mætt andstöðu starfsmanna fyrirtækisins.

„Þær konur sem kvörtuðu til félagsins vildu áfram klæðast skyrtum og buxum á vinnutíma og jafnframt kom fram að kjólarnir sem þær áttu að klæðast væru bæði óþægilegir og ósmekklegir.“

Í tilkynningunni kemur fram að Leifur hafi sent fyrirtækinu bréf í dag þar sem þess er krafist að fyrirtækið láti tafarlaust af umræddum áformum. Leifur segir að í bréfinu sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum.

„Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það á ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til eða kjólum,“ segir í tilkynningunni.

DV ræddi í gær við Stefán Magnússon, framkvæmdastjóra Hard Rock, sem sagði að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Bætti hann við að þrátt fyrir það hafi Hard Rock á Íslandi fengið undanþágu sem fellst í því að gengilbeinur megi klæðast buxum og sokkabuxum undir kjólnum. Það sé ekki leyfilegt á öðrum Hard Rock-veitingastöðum.

„Staðan er þannig hérna á Íslandi, út frá því að það er auðvitað kalt hérna, þá fengum við að breyta þessu. Ef þú ferð á Hard Rock hvar sem er í heiminum þá eru stelpurnar í kjól en á Íslandi þá máttu vera í gallabuxum eða sokkabuxum eða leggings undir, bara eins og þú vilt. Ég benti bara á það úti, að það væri bara ekki í boði hérna í Reykjavík að hafa starfsfólkið í kjólum ef það er eins kalt og það verður stundum,“ sagði Stefán við DV í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Í gær

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“
Fréttir
Í gær

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“