fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Femínistar saka Hard Rock á Íslandi um grímulausa kvenfyrirlitningu: „Kynþokkavæðing á stúlkum og konum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. maí 2018 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að klæðastaðlar Hard Rock á Íslandi veki hörð viðbrögð innan Femínistaspjallsins en í gær vakti ein kona athygli á því að stelpur sem vinna þar þurfa að klæðast kjólum.

Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock, segir í samtali við DV að þetta séu einfaldlega staðlar frá Hard Rock á heimsvísu en bætir við að þrátt fyrir það hafi Hard Rock á Íslandi fengið undanþágu sem fellst í því að gengilbeinur megi bæði klæðast buxum og sokkabuxum undir kjólnum. Það er ekki leyfilegt á öðrum Hard Rock veitingastöðum.

Hanna nokkur vakti athygli á málinu innan Femínistaspjallsins í gær. „Stúlka sem ég þekki vinnur á Hard rock var að segja mér að starfsstúlkum þar er skipað að vera í kjólum – sem ku vera mjög óþægilegir og óheppilegir finnst einhverjum (allavega) stúlknanna. Fatnaður strákanna er þægilegri í alla staði (ekkert nýtt hérna I know). Mér finnst að svona þurfi að fara hátt – til að búa til þrýsting á stjórnendur staðarins,“ segir Hanna og bætir stuttu síðar við: „Þetta dæmi er náttúrulega grímulaus kvenfyrirlitning og kynþokkavæðing á stúlkum og konum“

Ein kona segir að þetta hafi verið verra þegar Hard Rock var í Kringlunni. „Vann eitt kvöld á Hard rock í kringlunni þegar ég var tvítug. Allar stelpurnar ì stuttum kjólum og þær sem toguðu hann of langt niður fengu áminningu,“ segir sú kona. Önnur kona telur að það eigi að banna þetta. „Mér finnst að það ætti að vera bannað að skikka starfsmenn í að klæðast einhverju sem er slæmt fyrir líkama þeirra, eins og til dæmis háa hæla,“ segir sú. Sú þriðja segir að þetta séu sennilega staðlar og hefur því rétt fyrir sér, miðað við svör Stefán. „Þetta eru líklega staðlar sem fylgja nafninu. Sá þess ofurstuttu kjóla/pils í Osló um daginn,“ segir sú kona.

Stefán framkvæmdastjóri Hard Rock kannaðist við málið þegar blaðamaður ræddi við hann. „Já, er það stóra kjólamálið? Við fylgjum bara stöðlunum, og meira að segja erum við mun meira líbó með þetta en á að vera. Klæðnaður starfsmanna Hard Rock fer eftir því í hvaða deild þú ert vinna, hvernig klæðnaðurinn er. Staðan er þannig hérna á Ísland, út frá því að það er auðvitað kalt hérna, þá fengum við að breyta þessu. Ef þú ferð á Hard Rock hvar sem er í heiminum þá eru stelpurnar í kjól en á Íslandi þá máttu vera í gallabuxum eða sokkabuxum eða leggings undir, bara eins og þú vilt. Ég benti bara á það úti, að það væri bara ekki í boði hérna í Reykjavík að hafa starfsfólkið í kjólum ef það er eins kalt og það verður stundum,“ segir Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Í gær

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“
Fréttir
Í gær

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð