fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025

Jóhanna Guðrún: „Ég verð upp í rúmi að knúsa bikarinn“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Maxim Petrov slógu botninn í þáttaröðina Allir geta dansað á Stöð 2 með sigri í gær. Kepptu þau til úrslita ásamt þremur öðrum pörum: Hönnu Rún Bazev Óladóttur og Bergþóri Pálssyni, Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur og Javi Valiño, Lilju Guðmundsdóttur og Arnari Grant.

Dansa Jóhönnu Guðrúnar og Maxim má sjá hér.

Jóhanna Guðrún er að vonum alsæl með sigurinn, en hingað til hefur hún slegið í gegn á söngsviðinu. Það er hins vegar ljóst að henni eru allir vegir færir í dansinum líka. Í stöðufærslu á Facebook í morgun segist hún ætla að knúsa bikarinn upp í rúmi í allan dag.

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt ! Ég er ennþá að meðtaka þennan sigur í gær. Þetta er búið að vera ofboðslega lærdómsríkt og skemmtilegt ferli og vá hvað ég er þakklát fyrir að hafa verið partur af þessum frábæru þáttum!
Ég vil þakka Maxim Petrov fyrir frábært samstarf. Þvílíkt keppnisskap og fagmennska út í gegn! Kæmi mér ekkert á óvart ef hann mundi vinna þessa keppni aftur í næstu seríu.
Svo vil ég þakka aðalmanninum í lífi mínu, Davíð Sigurgeirssyni, fyrir að höndla allt þetta álag og mikla fjarveru af minni hálfu þessa mánuði. Ég elska þig.

Takk fyrir mig! Ég verð upp í rúmi að knúsa bikarinn í dag !

DV óskar Jóhönnu Guðrúnu og Maxim innilega til hamingju með sigurinn og við bíðum spennt eftir næstu þáttaröð!

Lestu einnig: Leynigestur sló í gegn á ABBA sýningu.

Lestu einnig: Hvað segir mamma? Jóhanna Guðrún er traust, hugulsöm og úrræðagóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Klappir og EFLA í samstarf

Klappir og EFLA í samstarf
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Upplýsingar um morðið á Ian Watkins koma í dagsljósið – „Það kemur mér á óvart að þetta hafi ekki gerst fyrr“

Upplýsingar um morðið á Ian Watkins koma í dagsljósið – „Það kemur mér á óvart að þetta hafi ekki gerst fyrr“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.