fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Tækifærismennska

Orðið
Föstudaginn 13. október 2017 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að formennska Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í Viðreisn eigi sér talsvert lengri aðdraganda en komið hefur fram til þessa. Stuðningsmenn Benedikts Jóhannessonar segja í hljóði að formannsskiptin hafi verið í gerjun í allt sumar og tímasetningin nú sé aðeins tækifærismennska af hálfu Þorgerðar Katrínar og fylgjenda hennar.

Heyrst hefur að Guðmundur Kristján Jónsson aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar og Heiða Kristín Helgadóttir eiginkona hans hafi ásamt fleirum innan flokksins unnið að því að gera Þorgerði Katrínu að formanni í nokkurn tíma. Upphaflega átti að gera atlögu að Benedikt á landsþingi flokksins en boðun kosninga setti óvænt strik í reikninginn. Ekki var hægt að gera ráð fyrir að Viðreisn myndi lifa af kosningarnar þannig að það þurfti að hafa hraðar hendur til að steypa Benedikt. Dræmt fylgi í skoðanakönnunum var svo notað til að bola stofnanda flokksins úr formannsstólnum.

Margt er enn á huldu varðandi fund Viðreisnar þar sem ákveðið var að Þorgerður Katrín tæki við. Léttur yfirlestur yfir samþykktir flokksins sýnir að ákvörðunin var tekin án mikillar umhugsunar enda stendur skýrum stöfum að kosning formanns fari fram á landsfundi og að formaður og varaformaður skulu ekki vera af sama kyni. Einnig skýtur það skökku við að Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður skyldi ekki verða formaður við afsögn Benedikts, líkt og gerðist í tilviki Loga Einarssonar sem tók við sem formaður Samfylkingarinnar við afsögn Oddnýjar Harðardóttur í fyrra.

Nú á bara eftir að koma í ljós hvort Þorgerði Katrínu takist að bjarga flokknum eða hún sitji uppi með Svarta-Pétur.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG