fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Úr takti

Orðið
Miðvikudaginn 18. október 2017 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.

Orðið á götunni er að leiðarar dagblaðanna í dag geti varla verið ólíkari þó þeir fjalli um sama hlutinn. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem engum dylst að er Davíð Oddsson ritstjóri, líkir lögbannsmálinu við lekamálið, auglýsir eftir réttlætisriddörum, vitnar í Pál Vilhjálmsson Moggabloggara, gefur í skyn að lögbannið hafi verið sett á markvisst til að valda Sjálfstæðisflokknum hámarksskaða og nær að senda fréttastofu RÚV enn eina pilluna:

Það blas­ir því við að upp­lýs­ingaþjóf­arn­ir hafa gögn um þúsund­ir manna en velta sér aðeins upp úr einu nafni til að reyna að af­baka yf­ir­stand­andi kosn­ing­ar.

Og Rík­is­út­varpið tek­ur full­an þátt í leikn­um eins og gegn öðrum for­sæts­ráðherra fyr­ir rúmu ári og viti menn, þá ein­mitt í sam­starfi við sömu kump­ána og núna. Þetta ástand get­ur vart öm­ur­legra verið,

segir Davíð í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Á sama tíma í Fréttablaðinu talar Magnús Guðmundsson menningarritstjóri um mikilvægi fjölmiðla, tjáningarfrelsis, gefur í skyn að sýslumaður gangi erinda Sjálfstæðisflokksins og krefst þess að lögbannið verði afturkallað strax:

Atburðir síðastliðins mánudags þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaði um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media eru áfall og afturför fyrir íslenska fjölmiðlun. Atlaga að opinni, lýðræðislegri og lífsnauðsynlegri fjölmiðlun og tjáningarfrelsi í landi þar sem hvert spillingarmálið virðist reka annað. Takmörkun á möguleikum kjósenda til þess að fá upplýsingar sem eiga erindi við almenning. Takmörkun á lýðræðislegum réttindum almennings. Lýðræði þar sem fjölmiðlar eru múlbundnir og þeim gert ómögulegt að fjalla um hagsmunatengsl ráðamanna við fjármálaöflin stendur á brauðfótum,

segir Magnús.

Athygli vekur að orð Magnúsar ríma mun betur við orð forystumanna Sjálfstæðismanna en orð Davíðs.

Ég tel að við eigum að byggja okkar opna samfélag upp með þeim hætti að fjölmiðlar séu frjálsir af því að flytja fréttir, fjalla um málefni, sérstaklega þau sem varða almenning

sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við RÚV gær. Sagði hann lögbannið út í hött, verja þurfi tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Og þó svo að hann væri ekki endilega sáttur við allt sem um hann sé skrifað þá viti hann að sem opinber persóna gildi önnur viðmið um hann en aðra:

Og við þurfum að gera mun á opinberum persónum í því samhengi og hinum sem á ekkert að vera að fjalla um ef það varðar með engum hætti almannahagsmuni.

Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson, Óli Björn Kárason og fleiri Sjálfstæðismenn tóku í sama eða svipaðan streng og Bjarni. Má því skilja umræðuna sem svo að Davíð sé að fjarlægjast hugsanagang Sjálfstæðismanna, nema þá að Sjálfstæðismennirnir séu einfaldlega með kosningagrímuna á sér.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Neyðarkall frá Búlandstindi

Neyðarkall frá Búlandstindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“