fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Stjórnarkreppa í Þýskalandi – er tími Merkel að renna út?

Egill Helgason
Mánudaginn 20. nóvember 2017 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á Íslandi horfa menn nokkuð til Þýskalands varðandi stjórnarmyndun. Þar var kosið 24. september og engin ríkisstjórn komin enn. Menn töluðu um að Þjóðverjar væru ekkert að flýta sér.

Skýringin er komin núna, það hefur ekki gengið saman með flokkunum sem reyndu að mynda stjórn, Kristilegum demókrötum Merkels, Græningjum og Frjálslyndum demókrötum. Í morgun vart tilkynnt að slitnað hefði upp úr viðræðunum.

Leiðtogi Frjálslyndra, Christian Lindner, segir:

Það er betra að vera ekki í stjórn en að stjórna illa.

Sósíaldemókratar vilja ekki fara aftur í breiða ríkisstjórn með Merkel og því virðist varla annað í kortunum en að kosið verði aftur. Það gæti reynst erfitt fyrir Merkel sem tapaði atkvæðum í kosningunum í september. Staða hennar hefur ekki verið veikari í annan tíma. Hún gæti líka reynt að skrapa saman í minnihlutastjórn, en það telst varla góður kostur fyrir hana.

Tími Merkel í stjórnmálum gæti brátt verið á enda.

Skoðanakannanir sýna að AfD, rasistaflokkurinn sem enginn vill vinna með í Þýskalandi, muni frekar styrkjast en hitt í nýjum kosningum. Evran hefur líka tekið dýfu við þessar fréttir, enda er óstöðugleiki í Þýskalandi ekki góð tíðindi fyrir Evrópusambandið.

Svo er spurning hvort menn vilja draga ályktanir af þessu á Íslandi. Hvað myndu enn einar kosningar hérna hafa í för með sér? Hverjir kæmu best út úr þeim?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?